20. janúar 2025
Ávöxtun á liðnu ári og áherslur fjárfestingarstefnu Lífeyrisauka 2025
Árið 2024 var allt í senn viðburðaríkt og krefjandi. Það einkenndist af háu vaxtastigi og lækkandi...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér nýja ávöxtunarmöguleika. Frá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur áhersla verið lögð á erlend hlutabréf og erlend skuldabréf. Í fjárfestingarstefnu ársins 2020 var tekin sú ákvörðun að hefja með markvissum hætti uppbyggingu á erlendum sérhæfðum fjárfestingum. Þar með var ákveðið að bæta enn frekar í sókn Lífeyrisauka á erlenda markaði.
Skilgreina má sérhæfðar fjárfestingar sem þær fjárfestingar sem að öllu jöfnu flokkast ekki undir hefðbundnari fjárfestingar svo sem hlutabréf og skuldabréf. Yfirleitt er um óskráðar fjárfestingar að ræða, seljanleiki til skemmri tíma er oft takmarkaður og fjárfestingarnar fela gjarnan í sér langtímabindingu.
Í mörgum tilvikum kemur ábati þessara fjárfestinga fram á síðari stigum líftímans, fjárfestingarnar geta skilað lágri eða neikvæðri arðsemi fyrst um sinn og því er rétt að meta árangur þessara fjárfestinga yfir lengra tímabil fremur en frá ári til árs. Á móti væntingum um góða ávöxtun getur áhætta verið nokkur. Viðbúið er að einhverjar fjárfestingar geti gengið verr en væntingar standa til en þá vegur áhættudreifing innan fjárfestingaflokksins töluvert og meginmarkmiðið er ávallt að eignaflokkurinn í heild skili ásættanlegri ávöxtun.
Síðustu ár hefur sjóðurinn skuldbundið sig til þátttöku í mörgum erlendum sérhæfðum fjárfestingum. Markmiðin um hlutfall þeirra af heildareignum eru breytileg eftir fjárfestingarleiðum. Markmiðið er 5% hjá Lífeyrisauka 1 og Lífeyrisauka 2, en 4% hjá Lífeyrisauka 3, Lífeyrisauka 4 og Lífeyrisauka: Erlend verðbréf. Þá fjárfesta hvorki Lífeyrisauki 5: Innlend skuldabréf né Lífeyrisauki: Innlán í flokknum enda er þar einungis fjárfest í innlendum skuldabréfum og innlánum. Meginuppbygging erlendra sérhæfðra fjárfestinga er með þeim hætti að um 70-85% er fjárfest í kjarnahluta (e. Core) eigna þar sem um hefðbundnari áherslur er að ræða og dreifing hvað varðar landsvæði og atvinnugreinar er mikil. Á móti er um 15-30% fjárfest í kryddhluta (e. Satellite) eigna þar sem áherslurnar eru sérhæfðari og áhættan að jafnaði heldur meiri.
Meginflokkar sérhæfðra fjárfestinga sem horft er til eru framtaksfjárfestingar (e. Private equity), fasteignafjárfestingar (e. Real estate), innviðafjárfestingar (e. Infrastructure) og sérhæfð lán (e. Private credit). Hér að neðan er fjallað nánar um uppbyggingu og eðli þessara flokka ásamt því hvar áhersla Lífeyrisauka í hverjum flokki liggur. Fjallað er um allar þær fjárfestingar sem Lífeyrisauki hefur nú þegar skuldbundið sig til að taka þátt í, í kjölfar umfjöllunar um þann flokk sem þær tilheyra.
Framtaksfjárfestingar (e. Private equity) eru fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum með það markmið að auka verðmæti fjárfestingarinnar með virkri aðkomu. Framtaksfjárfestar eru því oft í ráðandi stöðu innan fyrirtækis og geta þannig haft áhrif á reksturinn. Framtaksfjárfestingum er oft skipt niður í flokka eftir vaxtastigi þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Áhersla Lífeyrisauka í kjarnahluta eigna er að mestu í yfirtökufjárfestingum en einnig að hluta í vaxtafjárfestingum. Á móti samanstendur kryddhlutinn af björgunarfjárfestingum og nýsköpunarfjárfestingum.
Fasteignafjárfestingar (e. Real estate) eru fjárfestingar í íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði þar sem markmiðið er að hámarka tekjur af fasteigninni á eignartímabilinu og þar með verðmæti hennar. Tekjur geta komið frá endursölu fasteigna eða í gegnum fyrirsjáanlega leigu. Þegar tekjurnar eru í formi fyrirsjáanlegrar leigu er áhættan og vænt ávöxtun að jafnaði minni en þegar tekjurnar koma frá endursölu. Kjarnahluti Lífeyrisauka samanstendur af kjarna og kjarna plús fjárfestingum en kryddhluti eignasafnsins eru svokallaðar virðisauka og tækifærissinnaðar fjárfestingar.
Sérhæfðar fjárfestingar eru flestar þess eðlis, ólíkt þeim hefðbundnu, að í stað þess að öll fjárfestingin eigi sér stað við upphaflega fjárfestingarákvörðun þá skuldbindur fjárfestir sig til þátttöku í sjóði fyrir ákveðna upphæð í framtíðinni. Sjóðurinn sem fjárfest er í innheimtir svo fjárfestinguna í skrefum eftir því sem fjárfestingartækifærin koma. Loks greiðir sjóðurinn hagnaðinn til fjárfesta eftir því sem fjárfestingin skilar sér til baka. Hrein eign flokksins er því breytileg yfir tíma, bæði hvað varðar innflæði og útflæði. Hlutfall sérhæfðra fjárfestinga Lífeyrisauka þróast með þessu flæði og er því erfiðara að stýra því en í tilviki hefðbundnari fjárfestinga. Því er mikilvægt að til staðar sé aðferðafræði sem hjálpar til við að meta stöðu erlendra sérhæfðra fjárfestinga til framtíðar svo hægt sé að ná og halda því hlutfalli af heildareignum sem sóst er eftir hverju sinni.
Lífeyrisauki notast við spálíkan sem var þróað árið 1998 af Dean Takahashi og Seth Alexander frá Yale-háskóla sem hluta af stýringu sinni á erlendum sérhæfðum fjárfestingum. Líkanið byggir á forsendum um skuldbindingar fjárfestis, hraða innkallana sjóðsins, arðgreiðsluhlutfall, líftíma o.fl. Út úr líkaninu fást svo upplýsingar um hvernig innkallanir, útgreiðslur og hrein eign þróast yfir tíma. Þessar niðurstöður eru mikilvægar svo meta megi hvaða fjárfestingar Lífeyrisauki þarf að ganga í til að ná markmiðum sínum um eignasamsetningu.
Á myndinni að neðan má sjá hversu langt Lífeyrisauki 1 er kominn í að ná markmiði sínu um hlutfall erlendra sérhæfðra fjárfestinga af heildareignum en sömu sögu er að segja um aðrar blandaðar fjárfestingarleiðir sjóðsins. Á myndinni má greina á milli þeirra fjárfestinga sem Lífeyrisauki hefur skuldbundið sig til þátttöku í (bláa svæðið) og þeirra sem sjóðurinn á eftir að skuldbinda sig til þátttöku í (ljósbrúna svæðið) til að ná markmiði sínu. Þetta er reiknað og áætlað með Yale-líkaninu. Af þessari mynd má sjá að markviss uppbygging eigna Lífeyrisauka í sérhæfðum erlendum fjárfestingum er vel á veg komin og stefnt að því að feta áfram veginn í átt að því markmiði sem sett hefur verið um áframhaldandi sókn og eignadreifingu á erlendum mörkuðum.
Árið 2024 var allt í senn viðburðaríkt og krefjandi. Það einkenndist af háu vaxtastigi og lækkandi...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarlífeyrissparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða inn...
LESA NÁNARMánudaginn 2. september verður innskráningarþjónustu og umboðskerfi Ísland.is lokað. Samhliða því...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARFrá afnámi fjármagnshafta fyrri hluta árs 2017 hefur hlutfall erlendra eigna hækkað verulega í...
LESA NÁNARArion banki í samstarfi við lífeyrissjóði í rekstri bankans býður til opins fræðslufundar um...
LESA NÁNARYfirlit um iðgjaldagreiðslur á tímabilinu 1. ágúst 2022 til 13. febrúar 2024 hafa verið birt á Mínum...
LESA NÁNARFræðslufundi um Lífeyrisauka, viðbótarlífeyrissparnað Arion, verður streymt á Facebook síðu Arion...
LESA NÁNARUndanfarin ár á fjármálamörkuðum hafa verið afar sveiflukennd. Árið 2021 var sem dæmi með þeim bestu...
LESA NÁNARAlmenna úrræðið til að nýta viðbótarsparnað skattfrjálst til íbúðakaupa og til að greiða niður...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARArion banki gaf nýverið út Lífeyrisbókina. Þar er að finna grein sem ber heitið Vandfundið jafnvægi...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, skrifaði grein...
LESA NÁNARNýlega samþykkti Alþingi breytingar á lífeyrissjóðalögunum sem varða m.a. upplýsingagjöf til...
LESA NÁNARÁrið sem var að líða markar eitt mest krefjandi ár á fjármálamörkuðum frá fyrri hluta síðustu aldar...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARTímabilið frá áramótum og til dagsins í dag hefur einkennst af fréttum sem hafa haft neikvæð áhrif á...
LESA NÁNARÁhættudreifing er mikilvægur þáttur í uppbyggingu eignasafna, sérstaklega þeirra sem hafa langan...
LESA NÁNARÁrið 2021 einkenndist af mikilli efnahagsóvissu og takmörkunum um allan heim vegna Covid...
LESA NÁNARUndanfarin ár hefur Lífeyrisauki aukið áhættudreifingu erlenda eigna sjóðsins og samhliða nýtt sér...
LESA NÁNARSnædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka og Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður...
LESA NÁNARVið notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".