Ráðstefna Euromoney í London

Ráðstefna Euromoney í London

Ráðstefna Euromoney í London - mynd

Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu fagtímaritsins Euromoney, í London í júní 2019. Yfirskrift pallborðsumræðunnar var “Changing investment priorities for the worlds pension funds”.

í Pallborðinu spunnust meðal annars líflegar umræður um framtíðarhorfur á alþjóðlegum mörkuðum og lýðfræðilegar breytingar sem áhrif hafa á lífeyrissjóði og fjárfestingar. Megin efni pallborðsins var umræða um ábyrgar fjárfestingar og umboðsskyldu lífeyrissjóða. Í þeirri umræðu kom Snædís inn á mikilvægi þess að vandað væri til verka í greiningum byggðum á mælikvörðum UFS (e. ESG) er liggja til grundvallar ákvarðanatöku og lagði jafnframt sérstaka áherslu á það að ef vel ætti að vera þyrfti að flétta UFS (e. ESG) viðmið inn í allan fjárfestingarferilinn.

Þá var umboðsskyldan jafnframt rædd og sú nálgun langtímafjárfesta líkt og lífeyrissjóða að horfa til þess að með því að innleiða UFS ( e. ESG) mælikvarða inn í fjárfestingarferlið væri samhliða gætt að heildarhagsmunum sjóðfélaga og langtímaávöxtun að teknu tilliti til áhættu. Það þyrfti því ekki að vera raunin að ávöxtun væri fórnað fyrir tilstuðlan ábyrgra fjárfestinga heldur gætu þessi tvö markmið farið saman og þar sem vandað væri til verka ættu ábyrgar fjárfestingar þvert á móti að stuðla að betri langtímaávöxtun.

 

24. janúar 2022

Glíman við tímann

„Hvaða áramótaheit strengdir þú?“ Fyrsti vinnudagur á nýju ári felur undantekningalaust í sér sömu...

LESA NÁNAR