Ein innborgun
og fastir vextir
út binditíma

Vöxtur - fastir vextir

Þú ákveður binditímann við stofnun reikningsins og vextirnir og innistæða eru bundin allan binditímann. Aðeins er hægt að leggja einu sinni inn á reikninginn. Hægt er að velja um 3, 6, 9, eða 12 mánaða bindingu. Vextir taka mið af væntingum markaðarins á þróun vaxta á binditímanum og gilda þeir vextir sem eru í gildi á stofndegi reikningsins út allan binditímann.

Viðskiptavinur þarf að tilgreina upphæð sparnaðar og skuldfærslureikning við stofnun á Vexti-fastir vextir. Við stofnun reikningsins skuldfærist uppgefin fjárhæð sjálfkrafa af tilgreindum reikningi og að binditíma loknum greiðist höfuðstóllinn ásamt vöxtum inn á uppgefinn reikning.

Vextir eru gefnir upp á ársgrundvelli.

Eiginleikar:
  • Vextir eru fastir allan binditímann
  • Að binditíma loknum greiðist höfuðstóllinn ásamt vöxtum inn á ráðstöfunarreikning
  • Óverðtryggður innlánsreikningur
  • Innstæðan er bundin í fyrir fram ákveðinn binditíma

Binditími

BindingVextir
3 mánuðir8,20%
6 mánuðir8,05%
9 mánuðir8,00%
12 mánuðir8,00%

Stofna reikning

Ef þú ert með netbanka geturðu stofnað nýjan reikning þar. Ef ekki, þá tekur aðeins örlitla stund að stofna netbanka með rafrænum skilríkjum.