Sparaðu fyrir íbúð á betri vöxtum
Það er gott að byrja snemma að huga að sparnaði fyrir íbúð enda getur það tekið langan tíma að byggja upp eigið fé til útborgunar við fyrstu kaup.
Þess vegna bjóðum við ungu fólki sem vill leggja fyrir til íbúðakaupa vexti á sérstökum íbúðasparnaði.
Íbúðasparnaður
Innstæða á reikningum er bundin í 11 mánuði frá fyrsta innleggi. Eftir þann tíma þarf að leggja fram beiðni um úttekt sem framkvæmd er 31 degi eftir að beiðni berst. Úttekt er framkvæmd í appi eða netbanka eins og um venjulega millifærslu sé að ræða.
- Reikningurinn er fyrir 15 til 35 ára
- Hægt er að stofna reikninginn eða leggja inn á hann hvenær sem er fyrir 35 ára aldur
- Innstæða á reikningnum er bundin í 11 mánuði frá fyrsta innleggi
- Ekki er um skuldbindingu um íbúðakaup að ræða, við vitum að áætlanir geta breyst
- Vextir eru greiddir árlega
Vextir | |
---|---|
11 mánuðir frá fyrsta innleggi. Eftir það 31 dags fyrirvari á úttekt. | 8,90% |
Stofna reikning
Ef þú ert með netbanka geturðu stofnað nýjan reikning þar. Ef ekki, þá tekur aðeins örlitla stund að stofna netbanka með rafrænum skilríkjum.
Reiknaðu sparnaðinn