Breytingar á persónuverndarstefnu LSBÍ

Breytingar á persónuverndarstefnu LSBÍ

LSBÍ er umhugað um persónuvernd og réttindi sjóðfélaga. Persónuvernd sjóðfélaga skiptir sjóðinn miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti.

LSBÍ útvistar daglegum rekstri til Arion banka. Í því felst að öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram hjá Arion banka. Í því skyni að tryggja persónuvernd og réttindi sjóðfélaga með sem bestum hætti hefur stjórn sjóðsins tekið upp persónuverndaryfirlýsingu bankans.

Þessar breytingar ættu ekki að hafa áhrif á upplifun sjóðfélaga af þjónustu sjóðsins en þeir eru þó hvattir til að kynna sér persónuverndaryfirlýsingu bankans, sjá hér. Þar kemur m.a. fram hvaða persónuupplýsingar bankinn vinnur f.h. LSBÍ, hvernig slík vinnsla fer fram og hvers vegna.

Frekari upplýsingar um persónuvernd og persónuverndaryfirlýsinguna er að finna hér.

Engra aðgerða er þörf af hálfu sjóðfélaga en spurningar og/eða athugasemdir skal senda á persónuverndarfulltrúa bankans á netfangið personuvernd@arionbanki.is.

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR