Nýr og sameinaður vefur um lífeyrismál

Nýr og sameinaður vefur um lífeyrismál

Landssamtök lífeyrissjóða hafa opnað vefinn lifeyrismal.is þar sem er að finna margvíslegt kynningarefni og upplýsingar um lífeyrismál, lífeyrisréttindi, starfsemi lífeyrissjóða og ótal margt sem tengist lífeyriskerfi landsmanna beint eða óbeint.

Jafnframt hefur verið opnuð samnefnd Fésbókarsíða, Lífeyrismál.is.

Nýi vefurinn, lifeyrismal.is, sameinar undir einum hatti efnisþætti sem áður voru á fjórum vefsíðum eða heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða, ll.is og heimasíðum Gott að vita, Lífeyrisgáttin og Vefflugan.

Með því að samþætta alla þessa þræði og fleiri til á einum stað er stuðlað að því að gera upplýsingamiðlun um lífeyrismál einfalda, markvissa, aðgengilega og skilvirka.

Þá eru einnig birtar á nýja vefnum upplýsingar um lífeyrismál á ensku og pólsku með hagsmuni þeirra í huga sem eru af erlendu bergi brotnir og starfa á íslenskum vinnumarkaði.

Fréttasafn

01. nóvember 2022

Málefni ÍL-sjóðs

LSBÍ er einn af eigendum að skuldabréfum með ríkisábyrgð sem Íbúðalánasjóður hóf útgáfu á árið 2004...

LESA NÁNAR

26. september 2017

Sjóðfélagayfirlit

Yfirlit sjóðfélaga LSBÍ eru komin í hús. Yfirlitin eru með hreyfingum síðustu átján mánaða...

LESA NÁNAR

29. apríl 2014

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 28. maí...

LESA NÁNAR

29. apríl 2013

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 29. maí...

LESA NÁNAR

16. maí 2012

Ársfundur LSBÍ

Ársfundur LSBÍ verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, miðvikudaginn 30. maí...

LESA NÁNAR