LSBÍ

Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. hét áður Eftirlaunasjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands. Þegar Búnaðarbanka Íslands var breytt í hlutafélag 1. janúar 1998 fékk sjóðurinn nafnið Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf.

Við breytinguna var ríkisábyrgð afnumin og bankinn borgaði í sjóðinn þá fjárhæð sem á þeim tíma þótti nægja til að standa undir framtíðarskuldbindingum hans. Í dag greiðir sjóðfélagi mánaðarlega 4% iðgjald af launum en launagreiðandi 14,4%.

Sjóðurinn er hlutfallssjóður, þar sem réttindaávinningur er 2,125% fyrir hvert ár í 100% starfi. Við breytinguna 1. janúar 1998 áttu sjóðfélagar kost á því að velja á milli þess að vera áfram í hlutfallssjóðnum eða að flytja réttindin í stigasjóð og séreignarsjóð. Eftir það val var sjóðnum lokað og því hafa nýir sjóðfélagar ekki bæst í sjóðinn frá þeim tíma.

Þjónusta og Mínar síður

Á Mínum síðum LSBÍ getur þú skoðað stöðu þína og afþakkað pappírsyfirlit.  

Í Lífeyrisþjónustu Arion banka starfar öflugur hópur sérfræðinga sem er reiðubúinn til að aðstoða þig með lífeyrismál þín. Hafir þú einhverjar spurningar, hikaðu þá ekki við að hafa samband við Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7000. Símatími er frá kl. 10 til 15.

Móttaka og þjónusta við sjóðfélaga er í Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið lifeyristhjonusta@arionbanki.is.

Stjórnarmenn LSBÍ

Formaður

Ársæll Hafsteinsson
  • Lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1989
  • Héraðsdómslögmaður 1992
  • Löggiltur verðbréfamiðlari 1999
  • Aðalmaður í stjórn LSBÍ 1998-2011 og varamaður 2020-2021
  • Framkvæmdastjóri LBI ehf. frá 2009      

Stjórnarmaður

Brynja Þorbjörnsdóttir
  • Viðskiptafræðingur MBA og löggiltur verðbréfamiðlari
  • Tilnefnd sem varamaður í stjórn á ársfundi 2016 og kom inn sem tilnefndur aðalmaður haustið 2018 í fjarveru Láru Jóhannsdóttur
  • Rekur eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu
  • Situr í stjórn Snorrastofu
  • Prófdómari í vottun fjármálaráðgjafa hjá Háskólanum í Reykjavík

Stjórnarmaður

Tryggvi E. Geirsson
  • Löggiltur endurskoðandi
  • Fyrst kosinn í stjórn árið 2011
  • Eigandi og framkvæmdastjóri TEG endurskoðun ehf.
  • Stjórnarformaður og einn af eigendum fyrirtækisins Fornusandar ehf.
  • Stjórnarformaður Stjörnublikk ehf.

Varamenn

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir
  • Kjörin á ársfundi 2022
Sigurður Kristjánsson
  • Kjörinn á ársfundi 2021
Lára Jóhannsdóttir
  • Fyrst skipuð af Arion banka sem varamaður 2019

Framkvæmdastjóri

Guðmundur Thorlacius Ragnarsson
 

Endurskoðunarnefnd

  • Ásta Eyjólfsdóttir
  • Tryggvi E. Geirsson
  • Brynja Þorbjörnsdóttir

19. júní 2024

Breytingar á persónuverndarstefnu LSBÍ

LSBÍ er umhugað um persónuvernd og réttindi sjóðfélaga. Persónuvernd sjóðfélaga skiptir sjóðinn miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og...

Nánar

07. maí 2024

Ársfundur LSBÍ 2024

Ársfundur LSBÍ verður haldinn 15. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka að Borgartúni 19. Venju samkvæmt opnar húsið um klukkustund fyrr kl.16.15.

Nánar
LSBÍ er umhugað um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Persónuvernd einstaklinga skiptir sjóðinn miklu máli og er lögð sérstök áhersla á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum, sanngjörnum og gagnsæjum hætti. LSBÍ útvistar eignastýringu og daglegum rekstri sjóðsins, að undanskilinni framkvæmdastjórn, til Arion banka á grundvelli samnings við bankann. Nær öll vinnsla persónuupplýsinga fer því fram hjá Arion banka. LSBÍ og Arion banki koma fram sem sameiginlegir ábyrgðaraðilar á þeim vinnslum sem Arion banki gerir f.h. sjóðsins. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi persónuverndarlög. Nánar um hvernig Arion banki vinnur persónuupplýsingar f.h. LSBÍ er að finna í persónuverndaryfirlýsingu Arion banka, hér. Persónuverndaryfirlýsingin tekur til allra sjóðfélaga sjóðsins og annarra sem kunna að hafa samband við LSBÍ.