Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir þig
Frjálsi er ólíkur flestum öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðfélögum býðst að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar síns í erfanlega séreign.
Frjálsi er góður kostur fyrir bæði skyldu- og viðbótarsparnað og hentar þeim sem vilja að lífeyrissparnaðurinn sinn erfist.
Frjálsi er mest verðlaunaði íslenski lífeyrissjóðurinn, en hann hefur unnið til fjölda verðlauna frá árinu 2005 í samkeppni fagtímaritsins Investment Pension Europe (IPE).
Aðrir lífeyrissjóðir í rekstri Arion banka
LSBÍ
EFÍA
Lífeyrissjóður Rangæinga
Launagreiðendaupplýsingar
Af hverju Frjálsi?
Erfanleiki
Í Frjálsa býðst þér að ráðstafa meirihluta af skyldusparnaði þínum í erfanlega séreign.
Sveigjanleiki í útgreiðslum
Þú getur fengið greitt úr sjóðnum strax við 60 ára aldur, allt eftir því hvað hentar þér.
Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir
Í Frjálsa getur þú valið á milli fjölbreyttra fjárfestingarleiða sem mæta ólíkum þörfum.
Sjóðfélagalýðræði
Stjórn Frjálsa er aðeins skipuð sjóðfélögum og allir stjórnarmenn eru kosnir af sjóðfélögum á ársfundi sjóðsins.
Vantar þig aðstoð?
Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is.
Lífeyrisráðgjafar taka á móti sjóðfélögum og launagreiðendum í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, 105 Reykjavík og í gegnum fjarfundi úr útibúum bankans á landsbyggðinni. Mælt er með því að bóka fundi fyrirfram.
Við erum með opið frá kl. 9-16 alla virka daga, sendu okkur línu og við höfum samband.