Þinn árangur er okkar markmið

 

Okkur er mikilvægt að þekkja þarfir viðskiptavina okkar, því þannig getum við veitt faglega þjónustu sem leggur grunn að velgengni þeirra.

Ef þú ert í fjölbreyttum viðskiptum við okkur og ert með samtals 40 milljónir í verðbréfum, innlánum eða í séreignarsparnaði* í Arion, ert þú á réttum stað.

Ef þú ert með yfir 40 milljónir í eignastýringu getur þú nýtt þér næsta þrep - Premía einkabankaþjónusta. Þar færð þú að auki fjárfestingarráðgjöf og eigin viðskiptastjóra.

Efsta stig þjónustunnar - Premía fjárstýring - stendur þér svo til boða ef þú ert með yfir milljarð í eignastýringu.

*Séreignarsparnaður í Lífeyrisauka Arion.

Við bjóðum betur

Við bjóðum ekki einungis upp á framúrskarandi fjármálaþjónustu og aðgengi að hópi okkar færustu sérfræðinga.

Þú færð einnig betri kjör og getur nýtt þér vörur sem aðeins standa viðskiptavinum Premíu til boða.


Öflug þjónusta

Aðgengi að hópi sérfræðinga
Ráðgjöf um lífeyrismál
Einstaklingsmiðuð ráðgjöf um sparnaðarleiðir
Maki fær sömu kjör ef hann er í viðskiptum við Arion
Reglulegt fréttabréf og tilboð


Betri kjör

Sparnaðarreikningar á betri kjörum
Debetkortareikningar á betri kjörum
Sérkjör á tryggingum Varðar
Afsláttur af viðskiptaþóknun í hlutabréfaviðskiptum*
Afsláttur af kaupþóknun í sjóðum Stefnis*


Einstakt aðgengi

Aðgangur að fleiri sjóðum
Okkar besta kreditkort
Aukin markaðstækifæri
Boð á sérstaka viðburði
Forgangur að miðakaupum hjá Senu Live

*Í appi og netbanka

Þú ert í góðum höndum


Í Premíu hefur þú aðgang að hópi sérfræðinga sem sérhæfa sig í bankaþjónustu, lífeyrismálum og tryggingum.

Viðskiptastjórar okkar hafa auk þess góða innsýn í fjármálamarkaðinn og tengsl við færustu sérfræðinga á sínu sviði.

Þú getur alltaf leitað til okkar og verið viss um að við höfum hag þinn að leiðarljósi.   

Okkar besta kreditkort

Sem viðskiptavinur Premíu hefur þú aðgang að sérhönnuðum greiðslukortum.

Kreditkortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar og fjöldi annarra fríðinda, eins og aðgangur að Saga Lounge og frí heimsókn í Betri stofu World Class mánaðarlega. Auk þess safnar þú vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innlendri sem erlendri.

 

Meiri fríðindi
með Premíu kreditkorti
 

Fleiri vildarpunktar

Nýstofnuðu korti fylgja 5.000 vildarpunktar Icelandair, þú safnar svo 12 punktum fyrir hverjar 1.000 kr. af allri verslun – innanlands sem utan.


Betri stofur flugvalla

Ókeypis aðgangur að Saga Lounge í Leifsstöð þegar þú flýgur með Icelandair. Athugaðu að þú getur boðið gesti með þér gegn gjaldi.


Betri ferðatryggingar

Kortinu fylgja okkar allra bestu ferðatryggingar og víðtækari bílaleigutryggingar. Frábær kjör fyrir fólk sem ferðast mikið.


Heimsókn í Betri stofuna

Gegn framvísun kortsins færð þú eina heimsókn á mánuði í Betri stofu World Class og getur einnig boðið með þér gesti.


Bílastæði á flugstöð

Þú færð 25% afslátt af bæði geymslugjaldi og þrifum á bíl hjá Lagningu, Keflavíkurflugvelli.


Reykjavík Edition

Þú færð 10% afslátt af veitingum hjá Reykjavík Edition og getur boðið gesti með þér á Tölt bar gegn framvísun kortsins.


Viking Heliskiing

Þú færð 15% afslátt af bæði pakka- og dagsferðum á þyrluskíðaferðum auk þess að vera sótt/ur og skilað á Akureyrarflugvöll án endurgjalds.

Við höldum utan um eignasafnið þitt


Vantar þig leiðsögn þegar kemur að eignasafninu? Í Premíu einkabankaþjónustu færð þú þinn eigin viðskiptastjóra sem sérhæfir sig í eignastýringu.

Viðskiptastjórinn hefur svo umsjón með bæði bankaviðskiptum og eignasafni í takt við stöðu þína og markmið.


Hvernig getum við aðstoðað þig?

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að senda okkur póst á premia@arionbanki.is.

Ef þú vilt bóka fund með viðskiptastjóra fyllir þú út formið, við höfum svo samband um hæl og finnum tíma sem hentar þér.

Sérfræðingar Premíu

Magnús Már Leifsson
magnus.mar.leifsson@arionbanki.is

Björg Kristinsdóttir
bjorg.kristinsdottir@arionbanki.is

Daði Hendricusson
dadih@arionbanki.is

Edda Björk Sigurðardóttir
eddabs@arionbanki.is

Eiríkur Önundarson
eirikur.onundarson@arionbanki.is

Helena Kristín Brynjólfsdóttir
helena.brynjolfs@arionbanki.is

Jóhanna Thorlacius
johanna.thorlacius@arionbanki.is

 

Júlíus Jónasson
julius.jonasson@arionbanki.is

Magnús Öder Einarsson
magnus.e@arionbanki.is

Pétur Ágústsson
petur.agustsson@arionbanki.is

Sigurlaug Bára Jónasdóttir
sigurlaug.bara.jonasdottir@arionbanki.is

Thelma Harðardóttir
thelma.hardardottir@arionbanki.is

Þorsteinn Freyr Þorsteinsson
thorsteinn@arionbanki.is