Premía einkabankaþjónusta er fjármálaþjónusta fyrir umsvifamikla viðskiptavini bankans.
Þú færð eigin viðskiptastjóra sem sér um allt er snýr að þínum fjármálum og aðstoðar þig við að byggja upp traust eignasafn.
Starfsfólk okkar er með viðamikla reynslu á fjármálamarkaði, svo þú getur verið viss um að vera í góðum höndum.
Aukin þægindi
og betri kjör
Þú færð ekki einungis betri kjör, því þú getur einnig nýtt þér vörur sem aðeins standa viðskiptavinum Premíu einkabankaþjónustu til boða.
Að auki sér viðskiptastjórinn þinn um að veita þér upplýsingar og regluleg yfirlit.
Öflug þjónusta
Persónulegur viðskiptastjóri
Eignastýring og ráðgjöf
Skatta-, erfða-, og lögfræðiþjónusta
Betri tækifæri á mörkuðum
Ráðgjöf um lífeyrismál
Reglulegir fundir og mikil upplýsingagjöf
Betri kjör
Sparnaðarreikningar á betri kjörum
Öflugasta kreditkortið án endurgjalds
Debetkortareikningar á betri kjörum
Sérkjör á tryggingum Varðar
Afsláttur af viðskiptaþóknun í hlutabréfaviðskiptum*
Afsláttur af kaupþóknun í sjóðum Stefnis*
Einstakt aðgengi
Aðgangur að fleiri sjóðum
Aukið aðgengi að markaðstækifærum
Forgangur að miðakaupum hjá Senu Live
Boð á sérstaka viðburði
Reglulegt fréttabréf og tilboð
*Í appi og netbanka
Við bjóðum heildræna sýn á fjármálin þín
Hjá okkur hefur þú hefur aðgang að sérfræðingum á sviði lífeyrismála, trygginga, auk skatta- og erfðamála.
Við fylgjumst náið með breytingum á mörkuðum og gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda og auka verðmæti eigna þinna.
Viðskiptastjóri þinn tryggir auk þess að eignasafnið þitt sé alltaf í takt við þínar þarfir – enda er þinn árangur okkar markmið.
Eignastýring
Í eignastýringarþjónustu sjáum við um að stýra safninu þínu. Sérfræðingar taka ákvarðanir um kaup og sölu eigna í samræmi við fjárfestingarstefnu sem miðuð er að þínum þörfum.
Lágmarksupphæð er 40 milljónir króna.
Eignaráðgjöf
Þú sérð um að taka ákvarðanir um fjárfestingar frá degi til dags. Viðskiptastjóri veitir þó upplýsingar um stöðu markaða, gefur ráðleggingar um fjárfestingartækifæri og framkvæmir viðskipti.
Lágmarksupphæð er 100 milljónir króna.
Okkar besta kreditkort
Sem viðskiptavinur Premíu hefur þú aðgang að sérhönnuðum greiðslukortum.
Kreditkortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar og fjöldi annarra fríðinda, eins og aðgangur að Saga Lounge og frí heimsókn í Betri stofu World Class mánaðarlega. Auk þess safnar þú vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innlendri sem erlendri.
Meiri fríðindi
með Premíu kreditkorti
Fleiri vildarpunktar
Nýstofnuðu korti fylgja 5.000 vildarpunktar Icelandair, þú safnar svo 12 punktum fyrir hverjar 1.000 kr. af allri verslun – innanlands sem utan.
Betri stofur flugvalla
Ókeypis aðgangur að Saga Lounge í Leifsstöð þegar þú flýgur með Icelandair. Athugaðu að þú getur boðið gesti með þér gegn gjaldi.
Betri ferðatryggingar
Kortinu fylgja okkar allra bestu ferðatryggingar og víðtækari bílaleigutryggingar. Frábær kjör fyrir fólk sem ferðast mikið.
Heimsókn í Betri stofuna
Gegn framvísun kortsins færð þú eina heimsókn á mánuði í Betri stofu World Class og getur einnig boðið með þér gesti.
Bílastæði á flugstöð
Þú færð 25% afslátt af bæði geymslugjaldi og þrifum á bíl hjá Lagningu, Keflavíkurflugvelli.
Reykjavík Edition
Þú færð 10% afslátt af veitingum hjá Reykjavík Edition og getur boðið gesti með þér á Tölt bar gegn framvísun kortsins.
Premía fjárstýring fyrir fjölbreyttari
fjármálaþarfir
Hefur þú fjölbreyttari fjármálaþarfir og átt eignir yfir milljarði króna?
Í Premíu fjárstýringu sníðum við þjónustuna að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða eignastýringu, ráðgjöf, fjárfestingar eða hvað annað sem snýr að skipulagningu fjármála.
Þú færð tvo þjónustustjóra sem sjá um öll þín mál – allt frá daglegri umsýslu til áætlanagerðar. Markmið okkar er að auka og standa vörð um eignir þínar og fjölskyldunnar til framtíðar.
Hvernig getum við
aðstoðað þig?
Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér alltaf velkomið að senda okkur póst á premia@arionbanki.is.
Sérfræðingar Premíu
Magnús Már Leifsson
magnus.mar.leifsson@arionbanki.is
Björg Kristinsdóttir
bjorg.kristinsdottir@arionbanki.is
Daði Hendricusson
dadih@arionbanki.is
Dýri Kristjánsson
dyri.kristjansson@arionbanki.is
Edda Björk Sigurðardóttir
eddabs@arionbanki.is
Eiríkur Önundarson
eirikur.onundarson@arionbanki.is
Gunnar Andrésson
gunnar.andresson@arionbanki.is
Helena Kristín Brynjólfsdóttir
helena.brynjolfs@arionbanki.is
Jóhanna Thorlacius
johanna.thorlacius@arionbanki.is
Júlíus Jónasson
julius.jonasson@arionbanki.is
Lára Sabido
lara.sabido@arionbanki.is
Pétur Ágústsson
petur.agustsson@arionbanki.is
Magnús Öder Einarsson
magnus.e@arionbanki.is
Sigurlaug Bára Jónasdóttir
sigurlaug.bara.jonasdottir@arionbanki.is
Sveinn Gíslason
sveinn.gislason@arionbanki.is
Sverrir Guðmundsson
sverrir.gudmundsson@arionbanki.is
Thelma Harðardóttir
thelma.hardardottir@arionbanki.is
Þorsteinn Freyr Þorsteinsson
thorsteinn@arionbanki.is