Viðbótaríbúðalán

Margir lífeyrissjóðir bjóða mjög góð kjör á lánum til sjóðfélaga en lántakendur þurfa oft að eiga mikið eigið fé til að uppfylla skilyrði sjóðanna. Viðbótaríbúðalánin eru hugsuð til að brúa bilið þarna á milli og mega vera á veðrétti fyrir aftan lán frá lífeyrissjóði eða annarri lánastofnun. Með því móti geta margir sjóðfélagar lífeyrissjóða lækkað vaxtakostnað íbúðalána.

  • Með viðbótaríbúðaláni Arion banka má veðsetning vera allt að 80% m.v. kaupverð eða allt að 85% ef um fyrstu kaup er að ræða. Ef um endurfjármögnun er að ræða gilda sérreglur sem er hægt að kynna sér hér.

  • Lánin bjóðast á föstum og breytilegum vöxtum, bæði óverðtryggðum og verðtryggðum. Ef veðsetning er meiri en 80% þarf annað lánið að vera óverðtryggt. Lánstími má vera 5–25 ár.

  • Fyrir lán þar sem skuldsetning með viðbótaríbúðaláni fer yfir 70.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 70.000.000 kr. Ef hluti lána eru með breytilega vexti og skuldsetning er hærri en 50.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 50.000.000 kr.

Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.

Reikna lán

Greinar sem þú gætir haft áhuga á