Núlán í Arion appinu

Núlán er óverðtryggt lán sem þú getur tekið til allt að fimm ára. Lánið er með jöfnum afborgunum sem þýðir að þú borgar alltaf sömu upphæð af höfuðstól í hverjum mánuði, auk vaxta.

Hver sem er getur sótt um Núlán í Arion appinu. Ferlið er sjálfvirkt og tekur innan við mínútu. Ef lánið er samþykkt er það greitt út samstundis.

Þú færð líka góða yfirsýn yfir stöðu lánsins í Arion appinu og getur valið að greiða lánið hraðar niður ef þannig stendur á.

Hámarks Núlán í Arion appinu er 2,7 milljónir.

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

Núlán á netinu

Ef þú ert í viðskiptum við Arion getur þú sótt um Núlán á vefnum. Ferlið er sjálfvirkt og ef upphæð er innan sjálfsafgreiðsluheimildar er lánið greitt út strax.

Ef þú þarft greiðslumat sækirðu um það rafrænt á vefsíðu okkar. Greiðslumat reiknast strax og er kostnaður samkvæmt verðskrá bankans.

Hjón og sambúðarfólk geta sótt um sameiginlegt Núlán og eru þá greiðslumetin saman. Báðir aðilar þurfa að vera í viðskiptum við Arion banka.

Hámarkslán er 5 milljónir.

Sækja um Núlán   Opna eldri umsókn

Reikna lán

kr.
%

Gott að vita

  • Núlán eru óverðtryggð
  • Lágmarkslánstími er 6 mánuðir
  • Hámarkslánstími er 60 mánuðir
  • Lántökugjald er 2,9%
  • Umsókn er rafræn og því hægt að sækja um hvenær sem er
  • Hægt er að greiða inn á Núlán í netbanka Arion án kostnaðar
  • Vextir eru kjörvextir bankans, auk vaxtaálags sem tekur mið af lánshæfimati