Léttu þér mánaðamótin
Kynntu þér þá kosti sem eru í boði í Arion appinu.
Ef þú ert ekki með Arion appið geturðu sótt það hér.
Dreifa greiðslum
á kreditkortareikningi
Greiðsludreifing á kreditkortareikningum getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum. Hægt er að dreifa reikningnum til allt að 18 mánaða. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum. Ef aðstæður breytast getur þú stöðvað greiðsludreifinguna og eftirstöðvarnar skuldfærast á næsta kreditkortareikning.
Gott að vita
- Lágmarksgreiðsla er 10% af reikningi
- Lágmarksupphæð er 30.000 kr.
- Lánstími allt að 18 mánuðir
- Samanlagður fjöldi dreifinga að hámarki 10
- Virkar greiðsludreifingar eru sýnilegar á yfirliti kreditkorts í netbanka og appi
- Þú getur hækkað heimild kreditkorta í Arion appinu
Spurt og svarað
Þegar viðskiptavinur hefur skráð greiðsludreifingu á kortið sitt, hvernig greiðir hann upp eftirstöðvarnar?
Ef greiðsludreifing er skráð fyrir gjalddaga og kort er í skuldfærslu þá mun skuldfærsla keyrast eðlilega á gjalddaga. Ef kortið er ekki í skuldfærslu eða greiðsludreifing er framkvæmd á eða eftir gjalddaga þá mælum við með að greiða eftirstöðvar strax inn á kortið í gegnum netbanka eða app til að forðast dráttarvexti.
Af hverju þarf viðskiptavinur að samþykkja skilmála við stofnun á greiðsludreifingu?
Það er vegna laga um neytendalán, nr 33/2013. Lögin leggja ríkar skyldur á lánveitendur um að upplýsa um allan kostnað og vexti við lán. Staðlað upplýsingablað og Þróun verðlags og vaxta hjálpa neytendum að bera saman ólík tilboð og taka upplýsta ákvörðun um lántökuna.
Hvað gerist ef ekki er greitt lágmarksgreiðsla inn á kortið eftir greiðsludreifingu?
Ógreiddur gjalddagi fer formlega í vanskil eftir kl. 16:00, daginn eftir útgefinn gjalddaga og kortið lokast þá fyrir notkun um leið.
Er hægt að fella niður greiðsludreifingu og greiða hana upp?
Hægt er að fella niður greiðsludreifingu í netbankanum og appinu undir kreditkortayfirliti. Við niðurfellingu færast eftirstöðvar dreifingar á það tímabil sem stendur yfir og koma eftirstöðvarnar til greiðslu á næsta gjalddaga. Ef greiðsludreifing er stofnuð og felld niður fyrir gjalddaga reiknings þá helst upphæð reiknings óbreytt.
Hvað kostar að skrá greiðsludreifingu?
Greiða þarf stofngjald og mánaðargjald. Upphæðir gjalda má finna í verðskrá bankans.
Hvers vegna getur viðskiptavinur ekki notað alla heimildina sína eftir að hann skráir greiðsludreifingu?
Greiðsludreifingar reiknast í heild sinni inn í lánamörk eiganda kortsins og er því ekki hægt að ráðstafa þeirri upphæð fyrr en greiðsludreifing hefur verið greidd upp.
Er hægt að sjá yfirlit yfir þær greiðsludreifingar sem viðskiptavinur er með?
Yfirlit yfir virkar greiðsludreifingar er hægt að finna bæði í netbanka og appi undir kreditkortayfirliti.
Hver er hámarksupphæð dreifingar?
Hámarksupphæð dreifingar miðast við heimild hvers og eins korts, en þó er ekki hægt er að dreifa meira en 2.000.000 kr.
Er hægt að vera með fleiri en eina greiðsludreifingu í einu?
Já, hámarksfjöldi virkra dreifinga eru 10 dreifingar á sama tíma (innifalið í því er fjöldi greiðsludreifinga reikninga).
Í hversu marga mánuði er hægt að dreifa reikningnum?
Hámarksfjöldi mánaða í dreifingu eru átján mánuðir.
Er lágmarksupphæð á greiðsludreifingu?
Já, ekki er hægt að dreifa lægri upphæð en 30.000 kr. í netbanka og appi.
Hversu mikið þarf að greiða af reikningnum?
Það þarf að greiða að lágmarki 10% af heildarupphæð reiknings.
Hvenær er hægt að skrá greiðsludreifingu á kreditkortareikning?
Þegar búið er að gefa út kreditkortareikninginn sem er 27. hvers mánaðar eða fyrsti virki bankadagur þar á eftir.
Er hægt að sækja um greiðsludreifingu í gegnum síma eða tölvupóst?
Nei, einungis er hægt að sækja um dreifingu í netbanka, appi eða útibúi.
Hvar er hægt að skrá greiðsludreifingu á kreditkortareikninginn sinn?
Með einföldum hætti er hægt er að skrá greiðsludreifingu í netbanka og appi. Þú getur einnig komið við í næsta útibúi Arion banka.