Greiðsludreifing
á kreditkortareikningi

Greiðsludreifing á kreditkortareikningum getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum. Hægt er að dreifa reikningnum til allt að 18 mánaða. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum. Ef aðstæður breytast getur þú stöðvað greiðsludreifinguna og eftirstöðvarnar skuldfærast á næsta kreditkortareikning.

Viðskiptavinir Arion geta verið með allt að 10 greiðsludreifingar í gangi í einu, yfirlit yfir virkar greiðsludreifingar má finna í bæði netbanka og appi.

Gott að vita

  • Lágmarksgreiðsla er 10% af reikningi
  • Lágmarksupphæð er 30.000 kr. í netbankanum og appinu
  • Lánstími allt að 18 mánuðir
  • Samanlagður fjöldi dreifinga að hámarki 10 (greiðsludreifing kreditkorta og greiðsludreifing reikninga)
  • Yfirlit yfir virkar greiðsludreifingar er sýnilegt á yfirliti kreditkorts í netbanka og appi
  • Kostnaður við greiðsludreifingu er samkvæmt verðskrá bankans
  • Vextir af greiðsludreifingu eru skv. vaxtatöflu bankans á hverjum tíma

Greiðsludreifing
kreditkorta í netbanka

Spurt og svarað