Greiðsludreifing
á kreditkortareikningi
Greiðsludreifing á kreditkortareikningum getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum. Hægt er að dreifa reikningnum til allt að 18 mánaða. Þú velur hve háa upphæð þú vilt greiða á næsta gjalddaga og á hve marga mánuði þú vilt dreifa eftirstöðvunum. Ef aðstæður breytast getur þú stöðvað greiðsludreifinguna og eftirstöðvarnar skuldfærast á næsta kreditkortareikning.
Viðskiptavinir Arion geta verið með allt að 10 greiðsludreifingar í gangi í einu, yfirlit yfir virkar greiðsludreifingar má finna í bæði netbanka og appi.
Gott að vita
- Lágmarksgreiðsla er 10% af reikningi
- Lágmarksupphæð er 30.000 kr. í netbankanum og appinu
- Lánstími allt að 18 mánuðir
- Samanlagður fjöldi dreifinga að hámarki 10 (greiðsludreifing kreditkorta og greiðsludreifing reikninga)
- Yfirlit yfir virkar greiðsludreifingar er sýnilegt á yfirliti kreditkorts í netbanka og appi
- Kostnaður við greiðsludreifingu er samkvæmt verðskrá bankans
- Vextir af greiðsludreifingu eru skv. vaxtatöflu bankans á hverjum tíma
Greiðsludreifing
kreditkorta í netbanka
Spurt og svarað
Þegar viðskiptavinur hefur skráð greiðsludreifingu á kortið sitt, hvernig greiðir hann upp eftirstöðvarnar?
Af hverju þarf viðskiptavinur að samþykkja skilmála við stofnun á greiðsludreifingu?
Hvað gerist ef ekki er greitt lágmarksgreiðsla inn á kortið eftir greiðsludreifingu?
Er hægt að fella niður greiðsludreifingu og greiða hana upp?
Hvað kostar að skrá greiðsludreifingu?
Hvers vegna getur viðskiptavinur ekki notað alla heimildina sína eftir að hann skráir greiðsludreifingu?
Er hægt að sjá yfirlit yfir þær greiðsludreifingar sem viðskiptavinur er með?
Hver er hámarksupphæð dreifingar?
Er hægt að vera með fleiri en eina greiðsludreifingu í einu?
Í hversu marga mánuði er hægt að dreifa reikningnum?
Er lágmarksupphæð á greiðsludreifingu?
Hversu mikið þarf að greiða af reikningnum?
Hvenær er hægt að skrá greiðsludreifingu á kreditkortareikning?
Er hægt að sækja um greiðsludreifingu í gegnum síma eða tölvupóst?
Hvar er hægt að skrá greiðsludreifingu á kreditkortareikninginn sinn?