Framfærslulán
- Framfærslulán er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi. Þú millifærir sjálfur af framfærslureikningnum í Arion appinu/netbankanum og skammtar þér þannig pening yfir önnina fram að þeim tíma sem Menntasjóður Námsmanna greiðir út.
- Kostnaður við framfærslulán er í formi vaxta og eru þeir mun lægri en á almennum yfirdráttarheimildum. Vaxtakostnaður skuldfærist sjálfkrafa af debetreikningnum þínum og eingöngu er greiddur vaxtakostnaður fyrir þann hluta heimildarinnar sem þú nýtir. Við lánum fyrir vaxtakostnaði.
- Þú getur gengið frá stofnun framfærslureiknings í næsta útibúi en eftir það getur þú sótt um framfærslulán í netbanka Arion banka.
Skilyrði fyrir framfærsluláni er lánsloforð frá Menntasjóði Námsmanna.
Algengar spurningar um framfærslulán
Hvernig virkar framfærslulán?
Framfærslulánið er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi. Þú millifærir af framfærsluláninu í Netbankanum og skammtar þér þannig framfærslu yfir önnina fram að þeim tíma sem LÍN greiðir út.
Hvað kostar að taka framfærslulán?
Kostnaður við lánið er í formi vaxta og eru þeir mun lægri en á almennum yfirdráttarlánum. Þú getur kynnt þér vexti framfærslulána með því að skoða vaxtatöflu bankans.
Vaxtakostnaður skuldfærist sjálfkrafa af debetreikningnum þínum og eingöngu er greiddur vaxtakostnaður fyrir þann hluta heimildarinnar sem þú nýtir. Bankinn lánar fyrir vaxtakostnaði.
Hvernig sæki ég um framfærslulán?
Þú getur gengið frá stofnun framfærslureiknings í næsta útibúi en eftir það getur þú sótt um framfærslu fyrir hverja önn á einfaldan hátt í gegnum Netbankann þinn. Hægt er að sækja um að fá allt að 100% framfærslulán til ráðstöfunar á hverri önn.
Er gengisáhætta af framfærsluláni til erlendra námsmanna?
Engin gengisáhætta myndast við umsýslu lánsins þar sem þar sem bankinn lánar í sömu mynt og LÍN áætlar.