Framfærslulán

  • Framfærslulán er í formi yfirdráttarheimildar á sérstökum framfærslureikningi. Þú millifærir sjálfur af framfærslureikningnum í Arion appinu/netbankanum og skammtar þér þannig pening yfir önnina fram að þeim tíma sem Menntasjóður Námsmanna greiðir út.

  • Kostnaður við framfærslulán er í formi vaxta og eru þeir mun lægri en á almennum yfirdráttarheimildum. Vaxtakostnaður skuldfærist sjálfkrafa af debetreikningnum þínum og eingöngu er greiddur vaxtakostnaður fyrir þann hluta heimildarinnar sem þú nýtir. Við lánum fyrir vaxtakostnaði.

  • Þú getur gengið frá stofnun framfærslureiknings í næsta útibúi en eftir það getur þú sótt um framfærslulán í netbanka Arion banka.

Skilyrði fyrir framfærsluláni er lánsloforð frá Menntasjóði Námsmanna.
 

Algengar spurningar um framfærslulán