Lán
vegna nýbygginga

Við bjóðum húsbyggjendum heildstæða fjármögnun á byggingaframkvæmdum, allt frá lóðarkaupum og þar til eign er fullbyggð. Áður en farið er af stað er gott að meta stöðu sína með því að fara í gegn um greiðslumat sem er að finna hér.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um lán vegna nýbygginga er hægt að hafa samband við ibudalan@arionbanki.is.

  • Eigið fé í upphafi þarf að vera 30% af áætluðum byggingarkostnaði.
  • Kostnaðar- og verkáætlun þarf að liggja fyrir í byrjun.
  • Lánað er óverðtryggt skammtímalán fram að fokheldi eignar.
  • Hámarks veðhlutfall framkvæmda er allt að 70% af verkáföngum á hverjum tíma.
  • Við B2 (fokheld bygging) verður eign fyrst lánshæf fyrir íbúðalánum og í áföngum eftir hækkun byggingarstigs.
  • Brunatrygging fasteigna í smíðum/smíðatrygging
  • Eingöngu er lánað á fyrsta veðrétt.
  • Lánstími er allt að 40 ár. Íbúðalánið getur verið verðtryggt eða óverðtryggt með breytilegum eða föstum vöxtum. Sjá nánar um íbúðalán.
  • Þegar fasteign er fullbyggð og komin á B4 fæst lán allt að 80% af byggingarkostnaði eða markaðsverðmæti, þ.e. því sem lægra reynist.

Hvað er fasteignalífeyrir?

Fasteignalífeyrir er hentugur fyrir fólk sem skuldar lítið í húsnæðinu sínu, vill njóta lífsins og gera það sem hugurinn girnist.

Lánið er veitt gegn veði í húsnæðinu, en meðan á lánstíma stendur þarf hvorki að greiða afborganir, né vexti af láninu svo höfuðstóll lánsins hækkar. Við lok lánstímans er lánið greitt upp, en einnig kemur til greina að endurfjármagna. Ef fasteignin er seld áður en lánstími rennur út greiðist það upp við söluna. Upphæð láns fer eftir fasteignamati, aldri lánþega og hvort önnur lán séu til staðar.

Þú getur sótt um með því að senda póst á ibudalan@arionbanki.is. Þú getur einnig pantað íbúðalánaráðgjöf í næsta útibúi.

Sumarhúsalán 

  • Lánstími allt að 15 ára
  • Vegna kaupa eða endurbóta á frístundahúsnæði (t.d. sumarhús)
  • Jafnar afborganir - ekki jafnar greiðslur
  • Verðtryggt eða óverðtryggt
  • Breytilegir íbúðalánavextir + álag sem tekur mið reglum vörunnar
  • Lánshlutfallið getur verið allt að 70%
  • Brunabótamatið þarf að vera í samræmi við markaðsverð
  • Lántökugjald skv. verðskrá bankans á hverjum tíma
  • Húsnæðið verður að vera á B4 áður en lánið er veitt
  • Húseigendatrygging til staðar, sem nær yfir önnur tjón en brunatjón
  • Er veitt með veði í frístundahúsi á Íslandi utan þéttbýlis þar sem öðru jöfnu er óheimilt að hafa skráð lögheimili.

Fasteignalán

  • Lánstími er allt að 30 ár.
  • Hámarksveðhlutfall getur verið allt að 80% af markaðsvirði eignar þegar lán er veitt á fyrsta veðrétt, annars 70%. Miðað er við kauptilboð við nýkaup en fasteignamat við endurfjármögnun.
  • Lán getur verið verðtryggt eða óverðtryggt með breytilegum vöxtum sem taka mið af veðhlutfalli.
  • Lántökugjald og önnur gjöld eru samkvæmt verðskrá bankans
  • Ekkert uppgreiðslugjald.
  • Er veitt með veði í fasteign á Íslandi.

Greinar sem þú gætir haft áhuga á