Lægri greiðslubyrði í fæðingarorlofi
Á meðan þú ert í fæðingarorlofi er mikilvægt að njóta tímans. Þess vegna bjóðum við þér að lækka greiðslurnar af íbúðalánum þínum um allt að helming á orlofstímanum. Þá greiðir þú fasta upphæð mánaðarlega í allt að 12 mánuði. Upphæðin miðast við helming af heildargreiðslu síðasta reiknaða gjalddaga. Eftirstöðvar greiðslu leggjast við höfuðstól lánsins.
Þú þarft að sýna fram á töku fæðingarorlofs með greiðsluyfirliti Fæðingarorlofssjóðs. Skilyrði er að þú búir í eigninni sem íbúðalánið þitt er með veð í. Athugaðu að greiða þarf kostnað vegna skjalagerðar, sjá liðinn Samkomulag vegna fæðingarorlofs í verðskrá bankans auk kostnaðar vegna veðbókarvottorðs og þinglýsingar.
Veðsetning íbúðalána má ekki fara yfir 80% (85% ef lán voru tekin vegna fyrstu kaupa) af fasteignamati eignar þegar samkomulagi lýkur.
Bóka tíma með ráðgjafa
Ef þú ert í þessum sporum hvetjum við þig til þess að hafa samband með því að bóka tíma í íbúðalánaráðgjöf og við förum yfir málið. Þú getur einnig sent okkur línu á netfangið ibudalan@arionbanki.is
Framtíðarreikningur og reglubundinn sparnaður
Við kennum börnunum okkar að meta gildi sparnaðar með góðu fordæmi. Framtíðarreikningur er góð gjöf fyrir þá sem vilja leggja grunn að framtíð barna og unglinga. Reikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans á hverjum tíma. Innstæðan er laus til úttektar við 18 ára aldur.
Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að byggja upp sjóð fyrir barnið. Fjárhæðin þarf ekki að vera há en með reglubundnum sparnaði er fjárhæð fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Fjárhæðir sem lagðar eru fyrir reglulega geta verið upphafið að traustari fjárhag barnsins til lengri tíma.
Tryggingar – líf og sjúkdómatrygging Varðar
Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna viljum við búa henni öruggt umhverfi. Það er mikilvægt að vera tryggður ef tekjur heimilisins skerðast vegna slysa eða veikinda.
Með líf- og sjúkdómatryggingum Varðar rennir þú stoðum undir fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar, komi til slysa, veikinda eða fráfalls. Athugaðu að þú getur gengið frá tryggingarverndinni í Arion appinu