Greiðslufesta er ný leið til að lækka tímabundið greiðslubyrðina af íbúðaláninu þínu

Þegar þú setur greiðslufestu á lánið þitt greiðir þú fasta fjárhæð í tólf mánuði, sem er lægri en mánaðarleg greiðsla samkvæmt skilmálum lánsins. Mismunurinn er lagður við höfuðstól lánsins, sem leiðir til hækkunar lánsins. Þetta mun fela í sér hærri greiðslubyrði lánsins þegar tímabili greiðslufestu lýkur.

Fasta mánaðarlega fjárhæðin miðar við að þú greiðir 1, 2, 3 eða 4% lægri vexti en lán þitt ber í dag.

Þú sækir um hér

Eingöngu er hægt að sækja um greiðslufestu á óverðtryggð íbúðalán með breytilegum eða föstum vöxtum.

Ef sótt er um greiðslufestu á blandað íbúðalán fær óverðtryggði hluti lánsins eingöngu greiðslufestu, ekki verðtryggði hlutinn.

Ef lán er að fara af föstum vöxtum yfir á breytilega vexti er hægt að sækja um greiðslufestu um leið og búið er að gefa út nýjan greiðsluseðil.

Hvaða skilyrði þarf ég að uppfylla til að geta fengið greiðslufestu?

Íbúðalánið þitt þarf að vera í skilum og þú mátt ekki hafa verið í vanskilum á síðustu 6 mánuðum. Jafnframt má heildarskuldsetning fasteignar að hámarki vera 70% af verðmæti eignar.

  • Tekið er mið af kaupverði ef kaupsamningur eignarinnar var undirritaður innan 12 mánaða, annars er tekið mið af fasteignamati.

Hvernig sæki ég um greiðslufestu?

Þú sækir um greiðslufestu rafrænt í síðasta lagi tveimur dögum fyrir mánaðamótin sem þú vilt að tímabil greiðslufestu hefjist. Þú þarft síðan að undirrita skjölin fyrir 1. dag næsta mánaðar.

  • Innheimt er afgreiðslugjald, kr. 15.685, fyrir hvert lán sem leggst ofan á fyrstu afborgun eftir að greiðslufesta hefst
  • Við skjalavinnslu þarf að taka út veðbókarvottorð eignarinnar*
  • Skjal er sent til þinglýsingar hjá sýslumanni og þarf viðskiptavinur að bóka tíma í útibúi til að undirrita þinglýsingarskjöl
  • Kostnaður við þinglýsingu er innifalinn í afgreiðslugjaldinu og þinglýsing getur tekið allt að tvær vikur frá undirritun
  • Að þessu loknu sendum við síðan viðskiptavini skilaboð og upplýsum hann um stöðu mála og að greiðslufesta hafi verið skráð á lánið hans

*Veðbókarvottorð er sótt með rafrænum hætti til sýslumanns og er kostnaður við það innifalinn í afgreiðslugjaldinu

Bjóðið þið upp á greiðslufestu fyrir viðskiptavini annarra banka/lífeyrissjóða?

Greiðslufesta er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini sem eru með íbúðalán hjá Arion banka. 

Við hvetjum þig til þess að hafa samband við okkur á ibudalan@arionbanki.is eða í gegnum netspjallið á vefsíðu okkar ef einhverjar spurningar vakna.

Hér getur þú reiknað greiðslufestuna þína


Hér þarf að setja inn fjárhæðir af nýjasta greiðsluseðli láns:
Greiðsla:
Ég vil lækka vextina á tímabili greiðslufestu um:

Niðurstöður
Áætluð greiðslubyrði á tímabili greiðsluþaks m.v. vexti lánsins:

Umsókn um greiðslufestu íbúðalána

Veldu vaxtalækkun *