Einföld skref sem auðvelda þér fyrstu kaupin
Arion banki styður við bakið á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign. Við vitum að það er að mörgu að huga svo við réttum fram hjálparhönd og leiðum þig í gegnum ferlið, skref fyrir skref frá hugmynd að fyrstu fasteign, frá sparnaði að fyrstu afborgun.
Til að auðvelda þér þín fyrstu fasteignakaup lánum við svo allt að 85% af markaðsvirði og veitum 100% afslátt af lántökugjaldi.
Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti.
Sparnaður
Greiðslumat
Fasteignaleit
Eftir kaup
Sparnaður
Greiðslumat
Fasteignaleit
Lán
Eftir kaup
Hversu miklu þarft
þú að safna fyrir útborgun?
Niðurstaða
Þú þarft að spara á mánuði í til að eignast .
Settu þér markmið í appinu
Reglulegur sparnaður er ein besta leiðin til að ná markmiðum í sparnaði. Fjárhæðin þarf ekki að vera há, en með reglubundnum sparnaði er fjárhæðin fljót að vaxa og margt smátt gerir eitt stórt. Þú getur sett þér sparnaðarmarkmið í appinu.
Úrval sparnaðarreikninga er fjölbreytt til þess að geta uppfyllt þarfir hvers og eins. Skoðaðu úrvalið og finndu þann reikning sem hentar þér.
Fyrstu íbúðakaup
Þeim sem eru að kaupa fyrstu fasteign stendur einnig til boða að sækja um Hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hægt er að kynna sér þau lán á síðunni hlutdeildarlan.is.
Með viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka getur þú svo nýtt þér allt að 500 þúsund krónur á ári til þess að greiða lánið þitt hraðar niður. Hjón geta nýtt allt að 750 þúsund krónur á ári skattfrjálst.
Nánar um viðbótarlífeyrissparnað
Nánari upplýsingar um úrræði vegna fyrstu íbúðarkaupa má lesa á vef RSK