Gott að vita um íbúðalán
Almennt
- Samþykkt kauptilboð þarf að liggja fyrir við lánsumsókn
- Ef það er til gilt greiðslumat þá er hægt að sækja um íbúðalán inn í greiðslumatinu og opna hér
- Undirritun stoðskjala er rafræn en undirskrift lánaskjala er hjá fasteignasala
- Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats
- Hver lántaki undir 55 ára getur sótt um líftryggingu hjá Verði með íbúðaláni sínu fyrir allt að 7 milljónir króna án þess að svara heilsufarsspurningum. Nánari upplýsingar um íbúðalíftrygginguna hér
Hjón og sambúðarfólk
- Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga sem staðfesta að þeir deili heimili, framfærslukostnaði heimilis og hyggjast kaupa fasteign í sameiningu
- Ef um hjón eða par er að ræða og annað er að kaupa í fyrsta skipti fellur lán undir skilyrði um fyrstu kaup í hlutfalli við fjölda fyrstu kaupenda samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands
Fyrstu kaup
- Krafa er gerð um að lágmarki 25% óverðtryggt lán við fyrstu kaup ef veðhlutfall er hærra en 80%
- Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti
Fræðslumyndbönd
Spurt og svarað
Er óskað eftir verðmati ef tekið er lán á núverandi eign?
Nei, lánað er út frá fasteignamati og fellur þar af leiðandi ekki til kostnaður vegna verðmats.
Getur bankinn gert kröfu um tryggingar lántakanda?
Arion banka hf. er heimilt að krefjast þess að útgefandi íbúðaláns hjá bankanum taki viðeigandi vátryggingu í tengslum við útgáfu íbúðalánsins. Skuldari hefur frjálst val um vátryggjanda í þessum tilvikum.
Til hversu margra ára eru íbúðalán?
Óverðtryggð íbúðalán geta verið til allt að 40 ára, Íbúðalán I til allt að 40 ára og Íbúðalán II til allt að 25 ára með jöfnum greiðslum (annuitet) eða jöfnum afborgunum. Greiðslubyrðin er lægri eftir því sem lánstími er lengri en á móti kemur að lántakandi greiðir hærri vaxtakostnað í heildina. Eignamyndun er hraðari ef lánstími er styttri.
Er meiri áhætta að vera með fasta vexti á íbúðalánum en breytilega?
Ekki er hægt að segja fyrir um slíkt. Vaxtastig tekur breytingum og hafa fjölmargir þættir áhrif á það. Vextir lána með breytilega vexti geta því ýmist hækkað eða lækkað en fastir vextir haldast óbreyttir. Þegar vaxtastig hækkar, þá er hagkvæmara að vera með fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar er hagkvæmara að vera með breytilega vexti.
Ég er með yfirdrátt og skuldabréf hjá Arion banka og lífeyrissjóðslán annarsstaðar. Hvað þarf ég að greiða í lántökukostnað ef ég skuldbreyti þessu í íbúðalán?
Við endurfjármögnun er greitt lántökugjald, greiðslumatsgjald, skjalagerðargjald og þinglýsingargjald. Það er misjafnt hvort lánastofnun krefst uppgreiðslugjalds.
Er hægt að greiða upp íbúðalán?
Það er hægt að greiða upp íbúðalán hvenær sem er.
Lán með breytilegum vöxtum eru án uppgreiðslugjalds en uppgreiðslugjald getur verið á lánum með föstum vöxtum.
Ef þú vilt fá upplýsingar um hvort lán, sem þegar hefur verið veitt, ber uppgreiðslugjald, skaltu senda okkur fyrirspurn.
Hver skal tegund tryggingar vera?
Vegna íbúðaláns; íbúðarhúsnæði sem er skilgreint sem andstæða við atvinnuhúsnæði.
Getur trygging láns verið utan Íslands?
Nei.
Veitir bankinn íbúðalán vegna ósamþykktra íbúða?
Nei, en í sumum tilfellum eru veitt fasteignalán upp að ákveðnu veðhlutfalli. Hver lánsumsókn vegna ósamþykktra íbúða er metin sérstaklega.
Hverjir eiga möguleika á að taka íbúðalán?
Lánin eru einungis ætluð einstaklingum sem kaupa eða endurfjármagna húsnæði til eigin nota, en ekki til útleigu eða t.d. fyrir einkahlutafélög eða aðra rekstraraðila. Skilyrði er að hafa lögheimili í eigninni. Ekki er gerð krafa um að lántakendur séu í viðskiptum við bankann.
Er hægt að velja greiðslufyrirkomulag?
Já, það er hægt að velja á milli jafnra greiðslna og jafnra afborgana.
Er hægt að taka íbúðalán til að endurfjármagna eldri lán?
Já, ef umsækjandi stenst greiðslumat. Bankinn gerir kröfu um fremsta veðrétt.
Eru takmarkanir í hvað má nota það lán sem tekið er?
Íbúðalán er hægt að nota við kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Í raun má nota endurfjármögnunarlánið hvernig sem lántakanda hentar, til að fjármagna viðgerðir eða endurbætur, greiða upp eldri óhagstæðari lán, yfirdrátt eða aðrar skuldir.
Hvaða reglur gilda um veðsetningu?
Hámarks lánshlutfall á íbúðaláni I er 50% af fasteignamati eða kaupverði. Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og veðhlutfall má vera allt að 80% af kaupverði. Ef um endurfjármögnun er að ræða þá fer íbúðalán II á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og má vera allt að 80% af fasteignamati.
Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats.
Við endurfjármögnun er hægt að fá íbúðalán I upp í allt að 50% af fasteignamati. Íbúðarlán II fer á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og veðhlutfall má vera allt að 80% og miðast við fasteignamat.Er hámark á lánsupphæð íbúðalána?
Ef valdir eru breytilegir vextir og lánveiting er hærri en 50.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 50.000.000 kr.
Fyrir lán þar sem skuldsetning fer yfir 70.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 70.000.000 kr.
Hvað gerist ef lántaki stendur ekki við skuldbindingar samkvæmt lánasamningi?
Ef ekki er staðið við skuldbindingar samkvæmt samningi verður lántakandi krafinn um að greiða dráttarvexti vegna vangoldinna greiðslna. Einnig verður lántakandi krafinn um að greiða allan kostnað sem kann að koma til vegna vanskila, t.d. vegna innheimtubréfa, málsókna eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknunar, svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu skuldarinnar. Þá geta vanskil orðið til þess að allt lánið verður gjaldfellt og sett í lögfræðilega innheimtu sem getur leitt til þess að veðtrygging verður seld á nauðungaruppboði.
Mig langar að borga aukalega inn á lánin mín en veit ekki hvar ég á að byrja?
Ef þig langar að borga aukalega inn á lánin þín þá gæti verið sniðugt að skoða fyrst hvaða lán ber hæstu vextina. Í flestum tilvikum eru það skammtímaskuldir eins og yfirdráttarheimildir og kreditkortaskuldir. Það segir sig sjálft að lánin sem bera hæstu vextina eru dýrustu lánin og er því betra að herja fyrst á þau og losa sig við háu vextina. Þegar búið er að greiða þær skuldir niður er hægt að hefjast handa við önnur lán.
En hvernig er með lán sem eru í greiðslujöfnun er betra að borga fyrst inn á þau?“
Nei, ef lán eru með greiðslujöfnun fara allar umframgreiðslur inn á jöfnunarhöfuðstólinn þar til hann hefur verið greiddur upp. Það er því betra að borga inn á lán sem eru ekki í greiðslujöfnun eða óska eftir að lán sem stefnt er á að borga inn á fari ekki í greiðslujöfnun.
En hvenær er best að greiða inn á lánið? Er einhver tími mánaðarins betri en annar?
Til að sem mest af innborgun á lánið fari inn á höfuðstól lánsins er best að greiða inn á lánið þegar gjalddagi mánaðar hefur verið greiddur annað hvort sama dag eða daginn eftir. Þá fer hluti af greiðslunni í áfallna vexti og verðbætur mánaðar ef einhverjir eru og eftirstöðvar inn á höfuðstól.
Hvað er greiðslujöfnun?
Greiðslujöfnun er leið til þess að létta tímabundið greiðslubyrði af reglulegum greiðslum verðtryggðralána með því að tengja þær greiðslujöfnunarvísitölu í stað vísitölu neysluverðs eða gengis. Greiðslujöfnunarvísitalan er vísitala sem Hagstofan reiknar mánaðarlega og er samsett úr launavísitölu sem vegin er með atvinnustigi sem þýðir að greiðslubyrðin lækkar ef laun lækka og eða ef atvinnuleysi eykst í þjóðfélaginu.
Hvað er greiðslumat?
Greiðslumat er úttekt á fjárhagslegri stöðu umsækjanda. Það tekur mið af tekjum og gjöldum, eignum og skuldum en niðurstaða þess segir til um greiðslugetu umsækjanda.
Lögum samkvæmt ber að framkvæma greiðslumat vegna allra lána yfir tveimur milljónum króna eða fjórum milljónum króna hjá hjónum eða sambúðarfólki.
Hverri lánastofnun er heimilt að setja sérstakar vinnureglur og viðmið vegna framkvæmdar greiðslumats en þó í samræmi við reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat
Hvaða upplýsingar notar bankinn við gerð rafræns greiðslumats?
Við gerð greiðslumats er horft á:
- ráðstöfunartekjur (ráðstöfunartekjur eru heildarlaun að frádregnum lífeyrissjóði og staðgreiðslu)
- greiðslur núverandi skuldbindinga
- framfærslukostnað samkvæmt fjölskyldustærð umsækjanda
- rekstrarkostnað núverandi fasteigna og ökutækja
Í rafrænu greiðslumati eru allar ofangreindar upplýsingar sóttar sjálfvirkt til þriðja aðila. Launatekjur byggja á meðaltali síðustu þriggja mánaða samkvæmt staðgreiðsluskrá RSK Eignir, skuldir og greiðslur skuldbindinga eru samkvæmt skuldastöðuyfirliti og niðurstöðu eignaleitar hjá Creditinfo. Upplýsingar um fjölskyldustærð fær bankinn hjá Þjóðskrá.
Fyrir hverja er rafrænt greiðslumat hjá Arion banka?
Allir sem náð hafa 18 ára aldri og eru með búsetu á Íslandi geta fengið greiðslumat hjá Arion banka, óháð aðal viðskiptabanka. Það eina sem þú þarft eru rafræn skilríki á farsíma. Sjá nánar um rafræn skilríki.
Hvað ef ég get ekki farið í rafrænt greiðslumat?
Ef þú af einhverjum ástæðum getur ekki nýtt þér rafræna greiðslumatið okkar getur þú óskað eftir greiðslumati hjá ráðgjöfum okkar. Til þess þarft þú að skila inn nauðsynlegum fylgigögnum - sjá gátlista vegna greiðslumats.
Hvað er greiðslubyrði?
Sú upphæð sem þarf að greiða af láni er gjarnan nefnd greiðslubyrði viðkomandi láns. Algengast er að greiða þurfi af lánum mánaðarlega og því oft talað um greiðslubyrði á mánuði. Þegar framkvæmt er greiðslumat vegna nýrrar lántöku þarf niðurstaða greiðslumats fyrir lántöku (greiðslugeta) að vera næg til að standa undir greiðslubyrði viðkomandi láns.
Hvað er greiðslugeta?
Greiðslugeta er reiknuð með því að draga útgjöld umsækjanda frá ráðstöfunartekjum. Greiðslugeta er sú upphæð sem viðkomandi aðili hefur afgangs eftir að hafa staðið undir framfærslu, rekstri fasteigna og ökutækja og greiðslum núverandi skuldbindinga.
Greiðslugeta er því í raun það svigrúm sem aðili hefur til að bæta við sig skuldbindingum eða útgjöldum.
Hvað kostar rafrænt greiðslumat?
Kostnaður við rafrænt greiðslumat er samkvæmt verðskrá hverju sinni, sjá verðskrá bankans.
ATH innifalið í greiðslumatskostnaði er kostnaður sem fellur til vegna uppflettinga hjá þriðja aðila, þ.e. hjá RSK og Creditinfo. Ef sótt erum greiðslumat vegna lána hjá öðrum en Arion banka, Frjálsa Lífeyrissjóðnum eða EFÍA, þá þarf að fara í útibú og fá undirritað greiðslumat hjá ráðgjafa og greiða samkvæmt verðskrá.
Kostnað við greiðslumat þarf að greiða þó að ekki verði af lánveitingu.
Hvað gildir greiðslumatið lengi?
Rafrænt greiðslumat gildir í 6 mánuði eða þangað til að sótt er um lán innan 6 mánaða. Hægt er að opna greiðslumatið hvenær sem er á þeim tíma. Greiðslumat lokast um leið og lánveiting er samþykkt eða hafnað.
Er óskað eftir verðmati ef tekið er lán á núverandi eign?
Nei, lánað er út frá fasteignamati og fellur þar af leiðandi ekki til kostnaður vegna verðmats.
Getur bankinn gert kröfu um tryggingar lántakanda?
Arion banka hf. er heimilt að krefjast þess að útgefandi íbúðaláns hjá bankanum taki viðeigandi vátryggingu í tengslum við útgáfu íbúðalánsins. Skuldari hefur frjálst val um vátryggjanda í þessum tilvikum.
Til hversu margra ára eru íbúðalán?
Óverðtryggð íbúðalán geta verið til allt að 40 ára, Íbúðalán I til allt að 40 ára og Íbúðalán II til allt að 25 ára með jöfnum greiðslum (annuitet) eða jöfnum afborgunum. Greiðslubyrðin er lægri eftir því sem lánstími er lengri en á móti kemur að lántakandi greiðir hærri vaxtakostnað í heildina. Eignamyndun er hraðari ef lánstími er styttri.
Er meiri áhætta að vera með fasta vexti á íbúðalánum en breytilega?
Ekki er hægt að segja fyrir um slíkt. Vaxtastig tekur breytingum og hafa fjölmargir þættir áhrif á það. Vextir lána með breytilega vexti geta því ýmist hækkað eða lækkað en fastir vextir haldast óbreyttir. Þegar vaxtastig hækkar, þá er hagkvæmara að vera með fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar er hagkvæmara að vera með breytilega vexti.
Ég er með yfirdrátt og skuldabréf hjá Arion banka og lífeyrissjóðslán annarsstaðar. Hvað þarf ég að greiða í lántökukostnað ef ég skuldbreyti þessu í íbúðalán?
Við endurfjármögnun er greitt lántökugjald, greiðslumatsgjald, skjalagerðargjald og þinglýsingargjald. Það er misjafnt hvort lánastofnun krefst uppgreiðslugjalds.
Er hægt að greiða upp íbúðalán?
Það er hægt að greiða upp íbúðalán hvenær sem er.
Lán með breytilegum vöxtum eru án uppgreiðslugjalds en uppgreiðslugjald getur verið á lánum með föstum vöxtum.
Ef þú vilt fá upplýsingar um hvort lán, sem þegar hefur verið veitt, ber uppgreiðslugjald, skaltu senda okkur fyrirspurn.
Hver skal tegund tryggingar vera?
Vegna íbúðaláns; íbúðarhúsnæði sem er skilgreint sem andstæða við atvinnuhúsnæði.
Getur trygging láns verið utan Íslands?
Nei.
Veitir bankinn íbúðalán vegna ósamþykktra íbúða?
Nei, en í sumum tilfellum eru veitt fasteignalán upp að ákveðnu veðhlutfalli. Hver lánsumsókn vegna ósamþykktra íbúða er metin sérstaklega.
Hverjir eiga möguleika á að taka íbúðalán?
Lánin eru einungis ætluð einstaklingum sem kaupa eða endurfjármagna húsnæði til eigin nota, en ekki til útleigu eða t.d. fyrir einkahlutafélög eða aðra rekstraraðila. Skilyrði er að hafa lögheimili í eigninni. Ekki er gerð krafa um að lántakendur séu í viðskiptum við bankann.
Er hægt að velja greiðslufyrirkomulag?
Já, það er hægt að velja á milli jafnra greiðslna og jafnra afborgana.
Er hægt að taka íbúðalán til að endurfjármagna eldri lán?
Já, ef umsækjandi stenst greiðslumat. Bankinn gerir kröfu um fremsta veðrétt.
Eru takmarkanir í hvað má nota það lán sem tekið er?
Íbúðalán er hægt að nota við kaup á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til endurfjármögnunar á eldri lánum. Í raun má nota endurfjármögnunarlánið hvernig sem lántakanda hentar, til að fjármagna viðgerðir eða endurbætur, greiða upp eldri óhagstæðari lán, yfirdrátt eða aðrar skuldir.
Hvaða reglur gilda um veðsetningu?
Hámarks lánshlutfall á íbúðaláni I er 50% af fasteignamati eða kaupverði. Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og veðhlutfall má vera allt að 80% af kaupverði. Ef um endurfjármögnun er að ræða þá fer íbúðalán II á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og má vera allt að 80% af fasteignamati.
Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats.
Við endurfjármögnun er hægt að fá íbúðalán I upp í allt að 50% af fasteignamati. Íbúðarlán II fer á 2. veðrétt á eftir íbúðaláni I og veðhlutfall má vera allt að 80% og miðast við fasteignamat.Er hámark á lánsupphæð íbúðalána?
Ef valdir eru breytilegir vextir og lánveiting er hærri en 50.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 50.000.000 kr.
Fyrir lán þar sem skuldsetning fer yfir 70.000.000 kr. er gerð krafa um að greiðslumat sé jákvætt um 10.000 kr. fyrir hverja milljón króna umfram 70.000.000 kr.
Hvað gerist ef lántaki stendur ekki við skuldbindingar samkvæmt lánasamningi?
Ef ekki er staðið við skuldbindingar samkvæmt samningi verður lántakandi krafinn um að greiða dráttarvexti vegna vangoldinna greiðslna. Einnig verður lántakandi krafinn um að greiða allan kostnað sem kann að koma til vegna vanskila, t.d. vegna innheimtubréfa, málsókna eða annarra réttargjalda, lögmannsþóknunar, svo og annan lögfræðilegan kostnað vegna innheimtu skuldarinnar. Þá geta vanskil orðið til þess að allt lánið verður gjaldfellt og sett í lögfræðilega innheimtu sem getur leitt til þess að veðtrygging verður seld á nauðungaruppboði.