Gott að vita um íbúðalán

Almennt

  • Samþykkt kauptilboð þarf að liggja fyrir við lánsumsókn
  • Ef það er til gilt greiðslumat þá er hægt að sækja um íbúðalán inn í greiðslumatinu og opna hér
  • Undirritun stoðskjala er rafræn en undirskrift lánaskjala er hjá fasteignasala
  • Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats
  • Hver lántaki undir 55 ára getur sótt um líftryggingu hjá Verði með íbúðaláni sínu fyrir allt að 7 milljónir króna án þess að svara heilsufarsspurningum. Nánari upplýsingar um íbúðalíftrygginguna hér

Hjón og sambúðarfólk

  • Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga sem staðfesta að þeir deili heimili, framfærslukostnaði heimilis og hyggjast kaupa fasteign í sameiningu
  • Ef um hjón eða par er að ræða og annað er að kaupa í fyrsta skipti fellur lán undir skilyrði um fyrstu kaup í hlutfalli við fjölda fyrstu kaupenda samkvæmt reglum Seðlabanka Íslands

Fyrstu kaup

  • Krafa er gerð um að lágmarki 25% óverðtryggt lán við fyrstu kaup ef veðhlutfall er hærra en 80%
  • Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti

Fræðslumyndbönd

Spurt og svarað

Greinar sem þú gætir haft áhuga á