Blönduð lán

Greiðslubyrði verðtryggðra lána er yfirleitt lægri á fyrri hluta lánstímans öfugt við óverðtryggð lán.

Fastir eða breytilegir vextir

Blönduð íbúðalán geta verið verðtryggð með breytilegum eða föstum vöxtum í 3 eða 5 ára eða óverðtryggð með breytilegum eða föstum vöxtum í 3 ár.

Breytilegir vextir hækka og lækka eftir því sem aðstæður á markaði breytast. Þannig geta vextir hækkað og lækkað í takt við markaði og efnahagsástand.

Í eftirtöldum tilvikum er gerð krafa um aukinn afgang í greiðslumati:

  • Viðskiptavinir sem ekki eru fyrir með íbúðalán hjá Arion banka (gildir þó ekki fyrir fyrstu kaupendur)
  • Viðskiptavinir sem vilja taka íbúðalán með breytilegum vöxtum (gildir líka um fyrstu kaupendur)

Þá gildir að ef heildarumsókn íbúðalánsins er hærri en 40.000.000 kr. þarf afgangur í greiðslumati að vera 10.000 kr. fyrir hverja milljón umfram 40.000.000 kr.
Dæmi: Fyrir 50.000.000 kr. íbúðalán þarf að vera með 100.000 kr. afgang í greiðslumati.

Sjá nánar

Fastir vextir tryggja lántaka fyrir vaxtasveiflum og getur það bæði haft kosti og galla. Þegar vaxtastig hækkar er kostur að hafa fasta vexti en þegar vaxtastig lækkar, þá missir lántakandi af slíkri lækkun. 

Sækja um íbúðalán vegna fasteignakaupa   Sækja um endurfjármögnun 

Greiðslumat  Reikna lán   Óska eftir ráðgjöf

Lánstími

Lánstími óverðtryggðra lána og verðtryggðra til allt að 40 ára. Boðið er upp á jafnar afborganir og jafnar greiðslur íbúðalána.

Lánsfjárhæð og veðhlutfall

Íbúðalánum getur verið skipt í tvö lán eftir veðsetningarhlutfalli eignar.

Á Íbúðalán I er gerð krafa um 1. veðrétt og hámarksveðhlutfall er 50% af fasteignamati eða markaðsverði eignar þ.e. því sem lægra reynist.

Kaupsamningur: Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. kaupsamning (85% ef fyrstu kaup).
Endurfjármögnun: Íbúðalán II fer á 2. veðrétt á eftir Íbúðaláni I og hámarksveðhlutfall er 80% m.v. fasteignamat.

Ef lánsfjárhæð er hærri en 50mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar.

Kostnaður

  • Lántökugjald er skv. verðskrá
  • Þinglýsingargjald er skv. verðskrá Sýslumannsembættis
  • Önnur gjöld vegna lántöku, t.d. greiðslumat og skjalagerð, eru skv. verðskrá hverju sinni

Uppgreiðslugjald

Það er ekkert uppgreiðslugjald á lánum með breytilegum vöxtum.

Lán með fasta vexti geta verið með uppgreiðslugjald.

Ekki þarf að greiða uppgreiðslugjald þegar eftirfarandi á við:

  • Vextir á sambærilegum íbúðalánum með föstum vöxtum, sem bankinn býður á þeim tíma, eru jafnháir eða hærri en vextirnir á láninu sem greiða á upp.
  • Skemmri tími en eitt ár er á milli endurgreiðslunnar og loka lánstíma.
  • Greiðslur nema lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. á hverju almanaksári.

Greiða þarf uppgreiðslugjald þegar eftirfarandi á við:

  • Lán er greitt upp á því tímabili sem lánið er á föstum vöxtum og vextir á sambærilegum lánum með föstum vöxtum, sem bankinn býður á þeim tíma, eru lægri en vextirnir á láninu sem greiða á upp.

Uppgreiðslugjald reiknast samkvæmt eftirfarandi forsendum:

  • Uppgreiðslugjald má ekki fara yfir 0,2% af fjárhæð endurgreiðslu fyrir hvert heilt ár sem eftir stendur af binditíma vaxta fasteignaláns, þó aldrei hærri fjárhæð en nemur kostnaði bankans af endurgreiðslunni eða 1% af endurgreiðslu.
  • Uppgreiðslugjaldið byggist á hlutlægum grunni vegna kostnaðar sem bankinn verður fyrir og tengist beint greiðslu af láninu sem gerð er fyrir umsaminn gjalddaga.

Nánari upplýsingar um uppgreiðslugjald á lánum sem þegar hafa verið veitt er að finna í verðskrá Arion banka, en mismunandi reglur gilda eftir því á hvaða tíma lán var gefið út.

Önnur gjöld eru samkvæmt verðskrá Arion banka á hverjum tíma.

Spurt og svarað

Greinar sem þú gætir haft áhuga á