Endurfjármögnun lána

Mögulega hefur greiðslugeta þín aukist sem gerir þér kleift að stytta lánstímann og hraða eignamynduninni. Ef greiðslugeta hefur minnkað er e.t.v. hægt að sækja um lán með lengri líftíma en er á núverandi lánum.

Hægt er að sækja um endurfjármögnun íbúðaláns fyrir allt að 80% af fasteignamati sé verið að endurfjármagna sömu fjárhæð og hvílir þegar á fasteigninni. Ef viðskiptavinur er fyrir með íbúðalán frá Arion banka, má endurfjármagna þau íbúðalán krónu á móti krónu upp í 90%.

Sækja um endurfjármögnun

Hér getur þú sótt rafrænt um endurfjármögnun íbúðalána með einföldum hætti.

Sækja um endurfjármögnun
Opna virka lánsumsókn
Gera greiðslumat

Greiðslufesta er ný leið til að lækka tímabundið greiðslubyrðina af íbúðaláninu þínu

Þegar þú setur greiðslufestu á lánið þitt greiðir þú fasta fjárhæð í tólf mánuði, sem er lægri en mánaðarleg greiðsla samkvæmt skilmálum lánsins. Mismunurinn er lagður við höfuðstól lánsins, sem leiðir til hækkunar lánsins. Þetta mun fela í sér hærri greiðslubyrði lánsins þegar tímabili greiðslufestu lýkur.

Fasta mánaðarlega fjárhæðin miðar við að þú greiðir 1, 2, 3 eða 4% lægri vexti en lán þitt ber í dag.

Þú sækir um hér

Gott að vita

  • Kostnaður við greiðslumat er samkvæmt verðskrá bankans
  • Heildarupphæð íbúðalána má ekki vera hærri en sem nemur samanlögðu brunabótamati og lóðamati íbúðarhúsnæðis en í ákveðnum póstnúmerum takmarkast það við samtölu brunabótarmats og 2 x lóðarmats
  • Ef lánsfjárhæð er hærri en 70mkr. áskilur bankinn sér rétt til að gera auknar kröfur vegna lánveitingar
  • Við endurfjármögnun þarf að huga að mögulegu uppgreiðslugjaldi á núverandi láni
  • Undirritun stoðskjala er rafræn en undirskrift lánaskjala er í útibúi
  • Greiðslumeta má saman hjón og einstaklinga í staðfestri sambúð
  • Hægt er að sækja um endurfjármögnun íbúðaláns upp allt að 70% m.v. fasteignamat. Ef þörf er á hærra lána er hægt að taka viðbótaríbúðalán upp í allt að 80% af fasteignamati.

Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands má greiðslubyrðarhlutfall, sem er hlutfall af tekjum og fasteignalánum, ekki vera hærra en 35% eða 40% hjá þeim sem eru að kaupa í fyrsta skipti

Spurt og svarað

Greinar sem þú gætir haft áhuga á