Læst PIN númer korts

Ef rangt PIN númer er slegið of oft inn er kortið læst fyrir frekari notkun sem krefst PIN auðkenningar. Í þeim tilfellum er hægt að aflæsa PIN númerinu og er það gert á eftirfarandi hátt:

Kreditkort

Korthafi sem er staddur erlendis fer í hraðbanka og slær inn rétt PIN fyrir kortið. Tekur út upphæð sem rúmast innan úttektarheimildar innan dagsins og þá aflæstist kortið.

Korthafi sem er staddur á Íslandi fer í hraðbanka og slær inn rétt PIN fyrir kortið. Velur aðgerð „Aflæsa PIN“ og þá aflæsist kortið.

Debetkort

Korthafi fer í hraðbanka og slær inn rétt PIN fyrir kortið og þá aflæsist kortið.