Mastercard World Elite
Athugið að ekki er lengur hægt að sækja um nýtt Mastercard World Elite kort.
Viðskiptavinum er bent á Visa Premium World kortið sem hefur tekið við af World Elite kortinu. Mastercard World Elite kortum verður lokað 26.11.2019.
Fríðindi
- 15 Vildarpunktar Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af allri veltu - sjá notkunarmöguleika Vildarpunkta hér.
- 10.000 Vildarpunktar við stofnun korts.
- 8.000 Saga Club Fríðindastig Icelandair við stofnun korts.
- 5.000 Vildarpunktar árlega við greiðslu árgjalds.
- 6.000 Saga Club Fríðindastig Icelandair árlega við greiðslu árgjalds.
- Punktagjöf Icelandair 50.000 Vildarpunktar að uppfylltum skilyrðum fyrir aðalkorthafa.* Tekur gildi fyrir veltuárið 2019.
- 50% afsláttur hjá Base Parking bílastæðaþjónustu við flugstöð í allt að 4 daga þegar greitt er með World Elite kortinu - sjá nánar um þjónustuferlið hjá Base Parking hér.
- 30% afsláttur af árgjaldi í Icelandair Golfers.**
- Í Saga Club Icelandair má sjá upplýsingar um punktastöðu og ferðatilboð.
- Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.
- Frír aðgangur að Saga Lounge í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir handhafa korts þegar flogið er með áætlunarflugi og leiguflugi Icelandair.***
- Handhafi World Elite korts má bjóða einum gesti með sér í Saga Lounge gegn greiðslu gjalds. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði og gjald á vefsíðu Icelandair.***
- Aðgangur að Concierge þjónustu hvar og hvenær sem er. Þjónustan sér m.a. um að panta miða á viðburði og bóka borð á veitingastöðum erlendis. Sjá nánar hér fyrir neðan.
* Ársvelta yfir 3,9 milljónum og þar af a.m.k. 1,2 milljón í erlendri veltu. Með veltu er átt við notkun kortsins hjá söluaðilum.
Árgjald korts greitt að fullu. Velta reiknast á kortareikning. Aðal- og aukakort reiknast ekki saman.
Ársvelta miðast við 27. desember til 26. desember næsta árs.
Í janúar ár hvert fær korthafi sem uppfyllir ofangreind veltuskilyrði, er með opið kort í ársbyrjun og hefur greitt fullt árgjald vegna síðasta árs, punktagjöf, 50.000 Vildarpunkta, sem lagðir eru inn á Icelandair Saga Club reikning korthafa.
** Til að fá afsláttinn þarf að senda póst á golfers@icelandair.is, þar sem tilgreind er kennitala World Elite korthafa. Þá verður afslátturinn þá lagður inn á World Elite kortareikning viðkomandi sem endurgreiðsla.
*** Framvísa þarf kortaplastinu í afgreiðslu Saga Lounge, ekki er nægjanlegt að sýna kreditkort í síma/wallet/appi.
Að auki
Priority Pass kort sem veitir aðgengi að yfir 1200 betri stofum víða um heim fylgir World Elite kortum. Greitt er fyrir inngöngu að betri stofunum hverju sinni, sjá verðskrá. Handhafar Priority Pass korta geta einnig boðið gesti með inn á betri stofur gegn gjaldi. Nánari upplýsingar hér.
Kortinu fylgja víðtækar ferðatryggingar sem og Car rental þjónusta vegna bifreiðatjóna erlendis.
MasterCard World Elite veitir aðild sem besti viðskiptavinur að fríðindaklúbbum Hertz og Avis.
Á vefsíðu Icelandair getur þú séð þá möguleika sem eru í boði til að nýta vildarpunkta Icelandair.
Upplýsingar um skilyrði og bókun ferða á Vinamiða sem gefinn var út fyrir veltuárið 2018 má nálgast á vefsíðu Icelandair.
Vinamiðinn sem gefinn var út í janúar 2019 gildir til 31. janúar 2020 og til að nýta hann hefur þú samband við þjónustuver Icelandair í síma 5050100.
Concierge þjónusta
Concierge þjónusta er eingöngu aðgengileg MasterCard World Elite korthöfum.
Korthafar geta nýtt sér Concierge þjónustuna hvar og hvenær sem er til að panta miða á viðburði og bóka borð á veitingastöðum á ferðalögum erlendis. Hægt er að hafa samband við Concierge þjónustuna í síma +1 636 722 5300.
Til þess að fá samband við Concierge þjónustu þá þarft þú að fara í gegnum símsvara hjá Mastercard Assistance Center.
- Velur 1 fyrir ensku
- Velur 1 fyrir að vera Mastercard korthafi
- Velur 3 fyrir fríðindi (benefits) tengd Mastercard kortum
- Slærð inn kortnúmer og svo # þegar því er lokið
- Velur 1 til að staðfesta að kortnúmer sé rétt
- Þá færð þú samband við Concierge þjónustuna.
Skilmálar vegna Concierge þjónustu MasterCard eru í Kreditkortaskilmálum Arion banka hf.
Erlendir fríðindaklúbbar
Avis
Avis býður MasterCard World Elite korthöfum allt að 35% afslátt af verðlista á öllum söluskrifstofum Avis bílaleigunnar í löndum Evrópu. Afsláttur og uppfærsla á bílum er háður framboði hverju sinni þannig að Avis mælir með því að panta bílaleigubílinn tímanlega.
Ekki er þörf á sérstakri skráningu til að njóta fríðindanna, fríðindin skrást sjálfvirkt þegar bókun á World Elite kort fer fram í gegnum vefsíðuna www.avisworld.com/worldelite.
- Í reitnum “Country of Residence” er valið Iceland
- Þá er valið það land og staðsetning þar sem leigja á bílaleigubíl
- Því næst eru viðeigandi dagsetningar valdar og tegund bíls sem óskað er eftir Í reitinn “Card Type” er valið World Elite
- Þá er farið yfir í nánari skráningu og beiðni send til Avis
Hertz
Hertz er ein stærsta bílaleiga heims með yfir 8.500 þjónustustaði í 147 löndum. Aðild að vildarklúbbi Hertz gefur þér sérkjör og önnur fríðindi á öllum söluskrifstofum Hertz, einnig á Íslandi. Þetta eru fríðindi sem MasterCard World Elite korthafar njóta með því að skrá sig í fríðindaklúbbinn gegnum sérstaka síðu.
Meðal fríðinda sem viðskiptavinir njóta sem aðildarfélagar:
- Uppfærsla á bíl*
- Sérstök afsláttarkjör
Svona sækir þú um aðild:
- Skráðu þig í gegnum Hertz #1 Club Gold hér
- Skrá þarf netfang
- Á umsóknarsíðunni er beðið um CDP númer sem World Elite viðskiptavinir þurfa ekki að fylla út
- Viðskiptavinir þurfa að skrá bæði ökuskírteinið sitt sem og kortanúmer World Elite kortsins
Þegar aðildarskráningu hefur verið lokið færð þú staðfestingu í tölvupósti frá Hertz með sérstöku aðildarnúmeri sem gerir þér kleift að njóta fríðindanna strax við pöntun á bíl gegnum vefsíður Hertz. Þegar korthafi hefur innskráð sig og pantar bílaleigubíl kemur sjálfkrafa inn ARIONBANK WORLDELITE í reitinn Club Code. Sú merking gefur til kynna að um sérkjör World Elite korthafa sé að ræða. Einnig er hægt að prenta út aðildarnúmerið og framvísa því á skrifstofum Hertz þegar bókað er í gegnum þær. Gildistími aðildarinnar er fjögur ár.
* Háð framboði.
InterContinental Hotel Group (IHG)
Njóttu allt að 30% afsláttar af helgardvöl á Holiday Inn, Holiday Inn Express, Crowne Plaza, Helt Indigo og Staybridge Suites, eða allt að 20% afsláttar af helgargistingu með morgunmat á InterContinental hótelum og Kimpton hótelum.
Til þess að njóta fríðindanna þarft þú að bóka með minnst 21 dags fyrirvara í gegnum vefsíðuna www.ihg.com/mastercard.
- Gildistími tilboðs: Bóka þarf fyrir 31. mars 2019, fyrir gistingu sem á sér stað fyrir 31. desember 2019
- Tilboðið gildir á hótelum í Evrópu og er háð framboði hverju sinni
- Framvísa þarf „voucher“ við innritun. Voucher til útfyllingar og framvísunar má nálgast hér
- Greiða þarf fyrir gistingu að fullu við bókun, og greiðsla fæst ekki endurgreidd ef herbergi er afpantað
Nánar um skilmála tilboðsins má nálgast á vefsíðu IHG.