Netkort fyrir netkaup
Netkort er góður valkostur fyrir þá sem vilja vera með aukakort fyrir kaup á netinu. Kortið kostar ekkert, er umhverfisvænt og aðgengilegt í Arion appinu.
Við höfum tekið saman nokkur gagnleg ráð sem gott er að hafa í huga í kringum stærstu verslunardaga ársins.
Rambaðirðu á gott tilboð? Mögulega of gott til að vera satt? Ef tilboð virðist grunsamlegt, eða eitthvað í umgjörð verslunar virkar ótrúverðugt, er best að staldra við og kynna sér hlutina betur.
Netkort er góður valkostur fyrir þá sem vilja vera með aukakort fyrir kaup á netinu. Kortið kostar ekkert, er umhverfisvænt og aðgengilegt í Arion appinu.
Áður en þú gefur upp kortaupplýsingar er gott að kynna sér vöruna og seljandann vel. Ef seljandi er óþekktur er got að leita að nafni verslunarinnar á netinu, eða spyrjast fyrir um reynslu annarra.
Það er öruggast að versla við aðila sem þú þekkir og veist að aðrir hafa góða reynslu af.
Þegar þú verslar á netinu þarftu gjarnan að staðfesta kaupin með rafrænum skilríkjum eða í Arion appinu. Þessi staðfesting er ígildi þess að samþykkja færslu með PIN-númeri.
Það er mikilvægt að athuga hvort upphæð, mynt og nafn seljanda á staðfestingarskjá stemmi, því ef þú staðfestir kaupin er færslan óafturkræf.
Eru skilaboðin sannarlega frá aðilanum sem þú varst að versla við? Er vefslóðin rétt? Er netfangið eðlilegt? Er um sama gjaldmiðil að ræða? Stemmir upphæðin við þá upphæð sem birtist á staðfestingarskjá í appinu?
Ef þú ert í vafa skaltu hafa samband við söluaðila.
Það getur verið freistandi að fá fría prufuáskrift. Áður en þú gefur upp kortanúmer skaltu þó skoða smáa letrið vel. Skilmálar segja gjarnan að kortið verði skuldfært ef þú segir ekki upp áskriftinni innan ákveðins tímaramma.
Erlendir seljendur bjóða viðskiptavinum oft að ganga frá kaupum í íslenskum krónum. Gengið sem þeir bjóða er þó gjarnan óhagstæðara en gengi Arion banka. Það er því gott að kíkja á kjörin sem bjóðast.
Það er mikilvægt að fylgjast með færslunum á kortunu þínu.
Ef þú kemur auga á óeðlilegar færslur þá ráðleggjum við þér að frysta kortið á meðan þú athugar hvort þær eigi rétt á sér.
Ef þú telur að um kortasvik sé að ræða skaltu hafa samband við þjónustuver Arion banka í síma 444 7000 og láta loka kortinu. Neyðarvakt utan afgreiðslutíma er í gegnum sama númer.
Gefðu þér góðan tíma til að yfirfara allar upplýsingar áður þú gefur upp viðkvæm gögn, eins og kortaupplýsingar.
Mundu líka að gefa aldrei upp notendanafn eða lykilorð í netbanka eða app.
Svikari tekur yfir samfélagsmiðla hjá einstaklingi og hefur samband við aðila á vinalista, gjarnan undir því yfirskini að hafa skráð viðkomandi í leik. Einstaklingur sem fær slík skilaboð heldur mögulega að hann sé að ræða við vin, og gæti freistast til að gefa upp kortaupplýsingar og staðfesta kortafærslur rafrænt í von um vinning.
Rétt er að ítreka eftirfarandi:
Algeng aðferð við kortasvik er að senda tölvupóst eða SMS um að þín bíði sending, eða að þú þurfir að uppfæra upplýsingar á tiltekinni vefsíðu. Í skilaboðunum er hlekkur sem vísar á falska vefsíðu, sem t.d. líkist Netflix, DHL eða Póstinum, eða greiðslusíðu fjármálafyrirtækis.
Hlekkurinn vísar á falska síðu þar sem beðið er um viðkvæmar upplýsingar, svo sem kortanúmer, CVV-númer og gildistíma, eða upplýsingar til að komast inn í netbanka eða app viðkomandi.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".