Staðfesting kortagreiðslna þegar
verslað er á netinu
Til að tryggja öryggi þegar verslað er á netinu þá bjóða margar netverslanir upp á að viðskiptavinir staðfesti greiðslu áður en gengið er frá kaupum.
Þegar þú verslar á netinu og þörf er á staðfestingu greiðslu færðu tilkynningu frá Arion appinu sem leiðir þig á staðfestingarskjá greiðslunnar. Þar má sjá helstu upplýsingar um greiðsluna og hægt er að staðfesta hana eða hætta við.
Ef þú óskar eftir að staðfesta kortagreiðslu í netbanka í stað þess að nota Arion appið þá þarf að virkja þá staðfestingarleið með því að hafa samband við þjónustuver Arion banka.
Staðfestingarskjárinn er virkur í 5 mínútur, að þeim tíma liðnum þá þarftu að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til þess að framkalla nýjan staðfestingarskjá.
Mikilvægt er að ganga úr skugga um að upphæð, gjaldmiðill og nafn söluaðila á staðfestingarskjá passi við kaupin, þar sem greiðslur sem þú staðfestir eru á þína ábyrgð.
Við höfum tekið saman nokkur atriði sem við hvetjum viðskiptavini okkar að hafa í huga til að auka öryggi og tryggja að kaup fari vel fram. Þessar upplýsingar má finna hér.
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Spurt og svarað
Hvað gerist ef ég er með slökkt á tilkynningum frá Arion appinu?
Þá færðu ekki tilkynningu frá Arion appinu, það hefur þó engin áhrif á staðfestingu greiðslunnar, þ.e. skjárinn ætti að birtast þegar Arion appið er opnað.
Ég hætti óvart við greiðsluna, get ég fengið staðfestingarskjáinn upp aftur?
Ef innan við 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá er hægt að draga niður skjáinn í Arion appinu til að uppfæra valmyndina, við það birtist staðfestingarskjárinn aftur.
Ef meira en 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá þarf að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til að framkalla nýjan staðfestingarskjá.
Hvað geri ég ef ég sé ekki staðfestingarskjáinn?
Ef innan við 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá er hægt að draga niður skjáinn í Arion appinu til að uppfæra valmyndina, við það birtist staðfestingarskjárinn aftur. Ef sú aðgerð framkallar ekki staðfestingarskjáinn þá er þörf á að athuga hvort innskráður notandi sé ekki sá sami og korthafi.
Ef meira en 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá þarf að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til að framkalla nýjan staðfestingarskjá.
Geta korthafar staðfest greiðslu ef þeir eru hvorki með Arion appið né netbanka?
Ekki er hægt að staðfesta kortagreiðslu þegar verslað er á netinu án þess að vera með Arion appið eða netbanka.
Arion appið er opið öllum og ekki er þörf á að vera viðskiptavinur Arion til þess að sækja appið og staðfesta kortagreiðslur þegar verslað er á netinu. Einnig er hægt að skrá sig inn í netbanka Arion með rafrænum skilríkjum og þannig stofna netbanka til að geta staðfesta greiðslu. Athugið að áður en færslur eru staðfestar í gegnum netbanka Arion þarf að virkja þá staðfestingarleið með því að hafa samband við þjónustuver Arion banka.
Nánari upplýsingar um Arion appið má finna hér.
Hvernig staðfesta korthafar fyrirtækjakorta greiðslur?
Ferlið fyrir korthafa lögaðila er alveg eins og hjá einstaklingum. Eini munurinn er að korthafar lögaðila geta staðfest kortagreiðslur í Arion appinu og netbanka tengda lögaðilanum eða sínum persónulega.
Ef korthafi lögaðila er hvorki með Arion appið eða netbanka persónulega eða tengt lögaðila þá er Arion appið opið öllum og ekki er þörf á að vera viðskiptavinur Arion til þess að sækja appið og staðfesta kortagreiðslur þegar verslað er á netinu. Einnig er hægt að skrá sig inn í netbanka Arion með rafrænum skilríkjum og þannig stofna netbanka til að geta staðfest greiðslu. Athugið að áður en færslur eru staðfestar í gegnum netbanka Arion þarf að virkja þá staðfestingarleið með því að hafa samband við þjónustuver Arion banka.
Nánari upplýsingar um Arion appið má finna hér.
Ég hætti við staðfestingu greiðslu en hún birtist samt á yfirliti kortsins?
Í þeim tilvikum sem korthafi staðfestir ekki greiðslu en hún fer samt í gegn, þá hefur söluaðili eða færsluhirðir ákveðið að senda aðra sambærilega en óstaðfesta greiðslu í gegn.
Af hverju er verið að breyta staðfestingarferli kortagreiðslna?
Breytingin kemur til vegna tilskipunar Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu (PSD2) og er markmiðið að auka öryggi og þægindi korthafa og söluaðila.
Ég kannast ekki við færslu á kortinu mínu
Ef færsla er á kortinu sem þú kannast ekki við, eða telur jafnvel að sé sviksamleg þá aðstoðum við þig við að gera endurkröfu á færsluna.
- Ekki er hægt að gera endurkröfu á færslu á þeirri forsendu að hún sé sviksamleg nema loka kortinu fyrst.
- Ekki er hægt að gera endurkröfu á færslu á þeirri forsendu að hún sé sviksamleg ef hún er staðfest af korthafa.
- Mikilvægt er að láta allar viðeigandi upplýsingar og fylgigögn fylgja með endurkröfubeiðninni ef slíkt er til staðar.
- Athugið að gera þarf endurkröfu innan 90 daga frá færsludagsetningu. Ef gild endurkröfubeiðni berst ekki innan þess tíma er möguleiki á að frestur til að framkvæma endurkröfu sé útrunninn.
Nánari upplýsingar um endurkröfur má finna hér.
Ég staðfesti greiðslu í appinu/netbanka en kaupin gengu ekki í gegn. Hvað veldur?
Mikilvægt er að fara á lendingarsíðu vefverslunar eftir að þú staðfestir greiðslu í appinu/netbanka til að tryggja að kaupin gangi í gegn.
Eftir að þú staðfestir greiðslu í appinu/netbanka þá getur tekið örfáar sekúndur áður en staðfesting berst söluaðila. Mikilvægt er að ýta ekki á „Hætta“ á greiðslusíðu Valitors, heldur bíða þar til síðan uppfærist.
Eins getur það gerst að heimildum sé synjað þrátt fyrir að staðfesting í appinu/netbanka sé framkvæmd. Það getur til dæmis gerst ef það er ranglega sleginn inn gildistími eða CVV númer eða ef það er ekki næg innistæða á kortinu.
Ég bý erlendis og get ekki sótt Arion appið
Korthafar sem búsettir eru erlendis þurfa að svara áreiðanleikakönnun til þess að geta fengið aðgang að appi og netbanka Arion. Athugið að áður en færslur eru staðfestar í gegnum netbanka Arion þarf að virkja þá staðfestingarleið með því að hafa samband við þjónustuver Arion banka.