Premium World

Ferðatryggingar
Vildarpunktar per 1000 kr.12 punktar af innlendri og erlendri verslun
Árgjald41.900 kr.
Fæst fyrirframgreitt Nei
Borga með símanum
Tryggingarskilmálar Varðar

Premium World1 veitir ríkuleg ferðafríðindi, rýmri úttektarheimildir og hentar einkar vel þeim sem eru á ferð og flugi. Korthafar safna Vildarpunktum Icelandair af allri verslun og hafa aðgang að Saga Lounge í Leifsstöð í áætlunar- eða leiguflugi Icelandair. Tengigjald við Saga Club er innifalið í verði.

Premium World býður upp á mjög víðtækar ferðatryggingar. Hámarksbætur má sjá í tryggingartöflu hér fyrir neðan.

1 Til að fá Premium World kort þarf korthafi að uppfylla skilyrði bankans um skilvísi og veltu.

Nánar um fríðindi

Ferðatryggingar - hámarksbætur

Dánarbætur v/ slyss12.000.000 kr.
Örorkubætur v/ slyss12.000.000 kr.
Sjúkratrygging20.000.000 kr.*
Ferðarof300.000 kr.
Samfylgd í neyð300.000 kr.
Endurgreiðsla ferðar440.000 kr.
Sjúkrahússdagpeningar144.000 kr.
Farangurstrygging400.000 kr.*
Innkaupatrygging400.000 kr.*
Farangurstöf80.000 kr.
Ferðatöf40.000 kr.
Tafir á leið að flugvelli120.000 kr.*
Tafir vegna yfirbókunar40.000 kr.
Innkaupakaskó400.000 kr.*
Mannránstrygging720.000 kr.
Forfallatrygging350.000 kr.*
Ábyrgðartrygging40.000.000 kr.*
Kaskótrygging vegna bílaleigubílsUSD 50.000**
Viðbótarábyrgðartrygging vegna bílaleigubílsUSD 1.000.000
Gildir í allt að90 daga
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

* Sjálfsábyrgð 15.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum
** Sjálfsábyrgð 25.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum

Sækja um Premium World

Ef þú ert með netbanka getur þú sótt um kortið þar. Ef ekki, þá tekur aðeins örlitla stund að stofna netbanka með rafrænum skilríkjum.

Fríðindi

  • 12 Vildarpunktar Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. af allri veltu í verslunum - sjá notkunarmöguleika Vildarpunkta hér.
  • 5.000 Vildarpunktar Icelandair árlega við greiðslu árgjalds.
  • 6.000 Fríðindastig Icelandair við greiðslu árgjalds.
  • Í Icelandair Saga Club má sjá upplýsingar um punktastöðu og ferðatilboð.
  • Korthafar greiða ekkert tengigjald til að tengjast Icelandair Saga Club.
  • Gjaldfrjáls aðgangur að Saga Lounge í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir handhafa korts þegar flogið er með áætlunarflugi og leiguflugi Icelandair.*
  • Handhafi Premium Worlds korts má bjóða einum gesti með sér í Saga Lounge gegn greiðslu gjalds á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði og gjald á vefsíðu Icelandair.**
  • Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.
  • Aðgangur að betri stofum erlendis gegn vægu gjaldi samkvæmt verðskrá í gegnum Priority Pass
  • Aðgangur að bókunum í gegnum Visa Luxury hotels collection sem veitir bestu mögulegu verð á yfir 900 lúxus hótelum auk annarra fríðinda.

* Framvísa þarf kreditkortinu í afgreiðslu Saga Lounge eða framvísa mynd af kortinu með nafni korthafa í Arion appinu. Ekki er nægjanlegt að sýna kreditkortið í Apple Wallet eða Google Wallet.

** Gildir ekki á fimmtudögum.