Premía kreditkort

Ferðatryggingar
Vildarpunktar per 1000 kr.12 punktar af innlendri og erlendri verslun
Árgjald46.900 kr.
Fæst fyrirframgreitt Nei
Borga með símanum
Tryggingarskilmálar Varðar

Kortið er eingöngu í boði fyrir viðskiptavini í Premía þjónustu bankans og hentar einkar vel þeim sem kjósa fríðindi, ferðast mikið og vilja safna vildarpunktum af bæði innlendri og erlendri veltu. Tengigjald við Saga Club er innifalið í verði. 

Kortinu fylgja okkar bestu ferðatryggingar og ýmis ferðafríðindi s.s. aðgangur að Saga Lounge, flýtiinnritun á Keflavíkurflugvelli þegar flogið er með Icelandair. Auk þess býðst Premíu korthöfum sérkjör á geymslu á bíl hjá Lagningu á Keflavíkurflugvelli og fría heimsókn í hverjum mánuði í Betri stofu World Class ásamt gesti. Einnig er afsláttur mat og drykk hjá Edition og á þyrluskíðaferðum hjá Viking Heliskiing.

Hámarksbætur má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Nánar um fríðindi kortsins
Nánar um Premíu þjónustu

Ferðatryggingar - hámarksbætur

Dánarbætur v/ slyss14.000.000 kr.
Örorkubætur v/ slyss14.000.000 kr.
Sjúkratrygging20.000.000 kr.*
Ferðarof300.000 kr.
Samfylgd í neyð300.000 kr.
Endurgreiðsla ferðar750.000 kr.
Sjúkrahússdagpeningar144.000 kr.
Farangurstrygging1.000.000 kr.*
Innkaupatrygging750.000 kr.*
Farangurstöf80.000 kr.
Ferðatöf40.000 kr.
Tafir á leið að flugvelli120.000 kr.**
Tafir vegna yfirbókunar40.000 kr.
Innkaupakaskó600.000 kr.*
Mannránstrygging720.000 kr.
Forfallatrygging750.000 kr.*
Ábyrgðartrygging40.000.000 kr.*
Kaskótrygging vegna bílaleigubílsUSD 50.000**
Viðbótarábyrgðartrygging vegna bílaleigubílsUSD 1.000.000
Gildir í allt að180 daga
Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

* Sjálfsábyrgð 15.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum
** Sjálfsábyrgð 25.000 kr., sjá nánar í tryggingaskilmálum

Helstu fríðindi

  • Bestu ferðatryggingar sem við bjóðum á kreditkortum.
  • Víðtækar bílaleigutryggingar.
  • 12 Vildarpunktar Icelandair fyrir hverjar 1.000 kr. veltu af allri verslun innanlands sem erlendis.
  • Kortinu fylgir ein heimsókn í mánuði ásamt gesti í eina af betri stofum World Class gegn framvísun kortsins.
  • 5.000 Vildarpunktar Icelandair við greiðslu árgjalds auk 6.000 Fríðindastiga Icelandair.
  • Flýtiinnritun (Priority check-in) í Keflavík í flug Icelandair fyrir handhafa kortsins.
  • Punktagjöf 50.000 Vildarpunktar að uppfylltum skilyrðum.1
  • Korthafar greiða ekkert tengigjald til að tengjast Icelandair Saga Club.
  • Gjaldfrjáls aðgangur að Saga Lounge í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir handhafa Premía gegn framvísun kortsins þegar flogið er með áætlunarflugi og leiguflugi Icelandair.2
  • Handhafi Premíu kreditkorts má bjóða einum gesti með sér í Saga Lounge gegn greiðslu gjalds á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði og gjald á vefsíðu Icelandair.3
  • Aðgangur að völdum betri stofum erlendis með Priority Pass appinu gegn vægu gjaldi samkvæmt verðskrá.
  • Aðgangur að bókunum í gegnum Visa Luxury hotels collection sem veitir bestu mögulegu verð á yfir 900 lúxus hótelum auk annarra fríðinda.
  • 25% afsláttur hjá Lagningu Keflavíkurflugvelli af geymslugjaldi og grunngjaldi bílastæðaþjónustu og af þrifum á bíl.
  • 10% afsláttur af veitingum á The Reykjavík Edition gegn framvísun Premía kredit- og debetkorts. Afslátturinn gildir á The ROOF, Tölt4, Lobby Bar, Tides5 og Tides café.
  • 15% afsláttur af þyrluskíðaferðum hjá Viking Heliskiing, bæði á pakka- og dagsferðum.  Auk  þess að vera sótt og skilað á Akureyrarflugvöll án endurgjalds. Gildir fyrir korthafa og einn gest. Til að virkja afsláttinn þarf að ganga frá greiðslu með Premía kortinu við Viking Heliskiing í síma 618 2222 eða á staðnum.

1) Ársvelta yfir 2.500.000 í erlendri mynt. Með veltu er átt við notkun kortsins hjá söluaðilum og með erlendri mynt er átt við viðskipti þegar greitt er í erlendi mynt hjá söluaðila. Ársvelta miðast við 27. desember til 26. desember næsta árs. Velta reiknast á kortareikning.
Í janúar ár hvert fær korthafi sem uppfyllir ofangreind veltuskilyrði, er með opið kort í ársbyrjun og hefur greitt fullt árgjald kortsins vegna síðasta árs, Punktagjöf, 50.000 Vildarpunkta, sem lagðir eru inn á Icelandair Saga Club reikning korthafa.

2) Framvísa þarf kreditkortinu í afgreiðslu Saga Lounge eða framvísa mynd af kortinu með nafni korthafa í Arion appinu. Ekki er nægjanlegt að sýna kreditkortið í Apple Wallet eða Google Wallet.

3) Gildir ekki á fimmtudögum.

4) Með því að framvísa Premía kortinu fær korthafi aðgang að Tölt ásamt gestum.

5) Afslátturinn gildir ekki af Tides Counter upplifun.