Varnir gegn kortasvikum
Kortasvik eru sem betur fer fátíð, enda reynum við eftir bestu getu að tryggja öryggi korthafa með áhættustýringu og svikavöktun.
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 0 punktar |
Árgjald | 3.400 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Já |
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 0 punktar |
Árgjald | 4.900 kr. (23 ára og yngri 0 kr.) |
Fæst fyrirframgreitt | Já |
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 0 punktar |
Árgjald | 10.300 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Já |
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 3 punktar* |
Árgjald | 12.800 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Já |
* af innlendri verslun
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 0 punktar |
Árgjald | 17.900 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Nei |
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 6 punktar* |
Árgjald | 21.900 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Nei |
* af innlendri verslun
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 12 punktar |
Árgjald | 41.900 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Nei |
Ferðatryggingar | |
---|---|
Vildarpunktar per 1000 kr. | 12 punktar |
Árgjald | 46.900 kr. |
Fæst fyrirframgreitt | Nei |
Til þess að auðvelda valið getur þú borið saman kosti og eiginleika kortanna.
Kreditkortaskilmálar - í gildi frá 18. nóvember 2024
Kreditkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019
Nú geturðu hengt viðhengi og/eða skýringu við allar kreditkortafærslur í Arion appinu.
Greiðsludreifing á kreditkortareikningum getur verið hentug leið til að mæta tímabundnum sveiflum í útgjöldum. Hægt er að dreifa reikningnum til allt að 18 mánaða.
Vörður sinnir ferðatryggingum sem eru innifaldar í árgjaldi kreditkorta og eru mismunandi eftir tegund korts. Sími +354 514 1000.
Þú getur notað kortið um allan heim. Auk þess getur þú verslað á netinu og greitt snertilaust.
Þú getur tengt Visa Debit við Apple Pay eða Google Pay og borgað með símanum á einfaldan og öruggan hátt.
Kynntu þér snertilausar greiðslur
Borgaðu með símanum eða úrinu
Kortasvik eru sem betur fer fátíð, enda reynum við eftir bestu getu að tryggja öryggi korthafa með áhættustýringu og svikavöktun.
Að ýmsu þarf að huga fyrir fríið. Hér eru nokkur góð ráð til þeirra semeru á ferð og flugi.
Til að tryggja öryggi þegar verslað er á netinu þá bjóða margar netverslanir upp á að viðskiptavinir staðfesti greiðslu áður en gengið er frá kaupum.
Ef þú hefur glatað kredit- eða debetkorti er gott að byrja á að frysta kortið Arion appinu. Þegar þú hefur leitað af þér allan grun getur þú haft samband til að láta loka kortinu varanlega.
Finnist kortið ekki verður að tilkynna það glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka í síma 444 7000. Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu kortafyrirtækjanna í síma 525 2000.
Ef rangt PIN númer er slegið of oft inn er kortið læst fyrir frekari notkun sem krefst PIN auðkenningar. Í þeim tilfellum er hægt að aflæsa PIN númerinu.
Hvað get ég tekið mikið úr hraðbanka? (innanlands og erlendis)
Á vef Arion banka er hægt að nálgast allar upplýsingar um úttektarreglurnar.
Hvenær er árgjaldið skuldfært á kortið?
Árgjald er skuldfært á kreditkortareikning árlega í þeim mánuði sem kortið var upphaflega stofnað.
Hvernig skipti ég upp reikningi?
Einstaklingar geta skipt upp kreditkortareikningi í Arion appinu og í netbankanum.
Ekki er heimilt að dreifa kreditkortareikningum á fyrirtækjakortum en fyrirtæki geta haft samband við fyrirtækjaþjónustu bankans á fyrirtaeki@arionbanki.is og óskað eftir yfirdrætti.
Hvernig tilkynni ég kort glatað eða stolið?
Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka. Korthafar skulu hafa samband við neyðarþjónustu utan afgreiðslutíma banka.
Ef þú hefur glatað greiðslukorti er gott að byrja á því að frysta kortið í netbankanum eða Arion appinu. Þegar þú hefur leitað af þér allan grun getur þú haft samband til að láta loka kortinu varanlega.
444 7000 – Arion banki (afgreiðslutími þjónustuvers Arion banka er frá kl. 9-16 alla virka daga).
525 2000 – Neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka.
Hvernig legg ég uppgjör inn í hraðbanka?
Hægt er að auðkenna sig inn í hraðbankann á þrjá vegu, með greiðslukorti, Auðkennisappinu eða rafrænu skilríki í síma.
Þegar auðkenningu er lokið kemur efst í hægra hornið valmöguleikinn Innlegg. Þegar ýtt er á hann er beðið um reikningsnúmer og síðan kennitölu félagsins og þá er hægt að leggja uppgjörið inn með viðeigandi skýringu.
Hvað get ég gert í Arion appinu?
Í Arion appinu geta einstaklingar sótt sótt um debet- og kreditkort.
Allir korthafar geta fryst kreditkort, greitt inn á kreditkort, dreift kortareikningum, stillt heimild kreditkorta, sótt PIN númer og bætt korti við í kortaveski.
Eru einhverjar takmarkanir á kortinu við kaup á netinu?
Já, áhættustýring er á kreditkortum fyrir erlendar greiðslur á netinu og eru þær mismunandi eftir kortategundum. Til að aflétta áhættustýringu á korti tímabundið er hægt að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 444 7000 (kl. 9-17) en neyðarþjónustu utan bankatíma í síma 525 2000.
Hvað gerist þegar að gildistími kortsins rennur út, fæ ég nýtt?
Já, kortið endurnýjast sjálfkrafa og er sent á lögheimili korthafa snemma í þeim mánuði sem gildistími eldra korts rennur út. Athugið að kortið gildir út þann mánuð sem er skráður er á kortið.
Hvernig virka kortatímabil?
Kortatímabil kreditkorta Arion banka er frá 27. til 26. næsta mánaðar. Notkun korts innan tímabils kemur til greiðslu á næsta gjalddaga. Upphæð til greiðslu á gjalddaga eftir hvert tímabil er að jafnaði birt í netbanka og appi 27. hvers mánaðar eða næsta virka dag þar á eftir. Gjalddagi kreditkorta er annar dagur mánaðar eða fyrsti virki dagur þar á eftir, lendi hann á helgi.
Kortatímabil Innkaupakorta er 1. til 31. hvers mánaðar með gjalddaga 15. hvers mánaðar eða fyrsti virki dagur þar á eftir, lendi hann á helgi.
Hvað gerist þegar kort er fryst í appinu?
Með því að frysta kortið í appinu lokar þú fyrir notkun kortsins í verslunum, hraðbönkum og á netinu. Boðgreiðslur munu þó virka áfram sem og greiðslur með farsíma, Apple Pay og Android.
Hægt er að virkja kortið aftur í appinu.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".