Svona kaupir þú gjafakort

Hvaða leið hentar þér best?

Þú getur annars vegar pantað gjafakort án inneignar og fengið það sent heim til þín og hins vegar pantað gjafakort með inneign og sótt það í næsta útibú

Jafnframt er í boði að kíkja í útibúið okkar að Smáratorgi og nota gjafakorta sjálfsafgreiðsluvélina okkar en hún er opin allan sólarhringinn og er æðisleg!

Við tökum síðan vel á móti öllum sem vilja kíkja í útibú og fá aðstoð frá gjaldkera eða þjónusturáðgjafa til að kaupa gjafakort.

Gott að vita

  • Hámarksupphæð á gjafakorti er 200.000 kr.
  • Gjafakort eru eingöngu seld viðskiptavinum Arion banka og kosta 290 kr.
  • Með gjafakorti Arion geturðu bæði verslað í búðum* og á netinu
  • Kortunum fylgir ekki PIN númer en þau virka að öðru leyti eins og fyrirfram greidd kort.*

*Athugið að ekki er hægt að nota kortið þar sem PIN númers er krafist og að erlendar færslur geta ekki verið hærri en 97% af innstæðu gjafakorts.

Við vekjum athygli á að það er mat Skattsins að gjafakort sem vinnuveitendur gefa starfsfólki sínu að gjöf, og hægt er að umbreyta beint í peninga, t.d. bankagjafakort, teljast til skattskyldra tekna hjá viðtakanda gjafakortanna.


Bættu gjafakortinu
í Apple Wallet eða Google Wallet

Þú getur virkjað gjafakortið í Apple Wallet eða Google Wallet með því að annað hvort slá inn kortnúmerið og gildistímann eða taka mynd af kortinu og slá svo inn cvv kóðann sem er aftan á kortinu.

Spurt og svarað

Athuga stöðu gjafakorts

Upplýsingar um stöðu og færslur eru sóttar beint til greiðslumiðlunar.

*Eingöngu hægt að framkvæma frá íslenskum IP tölum.
Viðskiptavinir erlendis geta fengið uppgefna stöðu kortsins með því að hafa samband við þjónustuver.