Snertilausar greiðslur
Með því að nota snertilausa virkni er hægt að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að bera kortið upp að kortalesaranum (posa) án snertingar og PIN númers.
Þegar snertilaust kort er notað í fyrsta sinn þarf að staðfesta úttektina með PIN númeri. Við það virkjast snertilaus virkni kortsins. PIN númer kortsins er hægt að finna í Arion appinu undir „PIN-númer korta“ og í netbankanum undir „Yfirlit > PIN númer“.
- Af öryggisástæðum verður hver snertilaus greiðsla að vera undir 7.500 kr. og samanlögð upphæð ekki hærri en 15.000 kr. milli þess sem greiðsla er staðfest með PIN númeri
- Ef greiðsla er 7.500 kr eða hærri kemur fram beiðni á skjámynd posans um að staðfesta úttekt með PIN númeri
- Þegar samanlögð upphæð hefur náð 15.000 kr. kemur beiðni fram á skjámynd posans um að staðfesta úttekt með PIN númeri og er þá hægt að hefja snertilausar greiðslur á ný
Hægt er að gera snertilausar greiðslur hjá söluaðilum bæði á Íslandi og erlendis sem hafa til þess vottaðan búnað.
Spurt og svarað
Hvernig virka snertilausar greiðslur?
Hvernig veit ég hvort kortið mitt er snertilaust?
Hvernig veit ég hvort posi er snertilaus?
Hvað geri ég ef posinn er ekki snertilaus?
Hvers vegna gat ég ekki greitt snertilaust þó að posinn hafi verið merktur sem snertilaus?
Af hverju get ég ekki borgað snertilaust fyrir upphæðir sem eru hærri en 7.500 kr.?
Get ég notað snertilausa virkni korts í hraðbanka?