Skoða
Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur á völdum reikningum – hvort sem er í netbanka eða appi. Hann getur einnig skoðað yfirlit yfir aðrar þjónustur sem hann fer með umboð yfir.
Þú getur með einföldum hætti veitt öðrum umboð yfir reikningum, kortum, lánum og fleiru. Athugaðu að aðilar sem fara með umboð þurfa að vera orðnir 18 ára, og þar með fjárráða.
Ferlið er einfalt og þægilegt og fer fram í gegnum netbankann. Þú einfaldlega velur Stillingar > Umboð > Veita nýjum aðila umboð. Þar getur þú einnig stillt hvers konar umboð þú veitir. Þegar þú hefur valið þá leið sem hentar þér skrifar þú undir með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu – og allt er klappað og klárt!
Þú getur valið um að veita þrjár mismunandi tegundir umboða.
Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur á völdum reikningum – hvort sem er í netbanka eða appi. Hann getur einnig skoðað yfirlit yfir aðrar þjónustur sem hann fer með umboð yfir.
Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur, auk þess að millifæra af völdum reikningum – hvort sem er í netbanka eða appi. Hann getur einnig skoðað yfirlit yfir aðrar þjónustur sem hann fer með umboð yfir.
Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur á völdum reikningum og önnur yfirlit – annaðhvort í netbanka eða appi. Þar að auki getur hann tekið út fjármuni í útibúum, stofnað auka debetkort og ráðstafað fjárhæðum á reikningum.
Þú getur einnig veitt umboð fyrir aðrar þjónustur. Athugaðu þó að aðeins er hægt að veita skoðunaraðgang fyrir eftirfarandi:
Hér finnur þú ítarlegar leiðbeiningar fyrir umboðsferlið, bæði á íslensku og ensku.
Þú getur haft yfirsýn yfir reikninga barna þinna í Arion appinu fram að 18 ára aldri. Þar getur þú séð sparnað þeirra vaxa auk þess að fylgjast með færslum á debetkortum og öðru slíku.
Ef þú hefur umboð getur þú einnig séð yfirlit yfir vörur maka þíns.
Get ég veitt umboð ef ég er hvorki með rafræn skilríki né Auðkennisappið?
Ef þú ert hvorki með rafræn skilríki, né Auðkennisappið, þarft þú að mæta í útibú og ganga frá málunum með þjónusturáðgjafa. Komist þú ekki í útibú er best að hafa samband við Þjónustuver Arion í síma 444 7000 til að fá frekari leiðbeiningar.
Það er þó er auðvelt að fá rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú komið við í útibúi og við virkjum þau fyrir þig. Mundu að mæta með löggild skilríki og síma með SIM-korti sem styður rafræn skilríki.
Þú getur einnig sótt Auðkennisappið ef þú hefur náð 18 ára aldri, hefur afnot að snjalltæki með NFC stuðning og hefur gilt íslenskt vegabréf. Auðkennisappið er sótt í App Store eða Google Play. Leiðbeiningar um uppsetningu Auðkennisappsins má finna hér.
Hversu gamall þarf að vera til að veita umboð?
Þú þarft að hafa náð 18 ára aldri og vera fjárráða. Umboðshafi þarf sömuleiðis að vera 18 ára og fjárráða.
Hvernig afturkalla ég umboð?
Þú getur afturkallað umboð í netbankanum. Þú einfaldlega velur Stillingar > Umboð. Þar birtist yfirlit yfir öll umboð sem þú hefur veitt.
Til að breyta, eða afturkalla aðgang umboðshafa, smellir þú á nafn viðkomandi. Að því loknu þarft þú að undirrita skjal um afturköllun umboðsins með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.
Smelltu á leiðbeiningarnar hér fyrir ofan fyrir frekari upplýsingar.
Hver er munurinn á skoðunar- og millifærsluaðgangi og fullu umboði?
Aðilinn sem fer með umboð getur í báðum tilfellum framkvæmt millifærslur í netbanka. Aðili með fullt umboð getur aukalega fengið debetkort sem tilheyrir reikningnum og tekið út í útibúum Arion.
Hvernig stofna ég debetkort fyrir umboðshafa sem er tengt reikningnum mínum?
Til að stofna debetkort þarft þú, eða umboðshafi, að hafa samband við þjónustuver Arion í síma 444 7000, eða í gegnum netspjallið. Opnunartími er frá 9-16 alla virka daga.
Einnig er hægt að mæta í útibú, en á vefsíðu Arion má finna upplýsingar um opnunartíma útibúa.
Getur umboðshafi sótt um lán fyrir mína hönd?
Nei, umboðshafar geta ekki sótt um lán fyrir hönd umboðsveitanda.
Mikilvægt er að kynna sér hvað felst í tegund umboðs áður en það er veitt.
Get ég veitt einstaklingi umboð sem er ekki viðskiptavinur Arion?
Einstaklingur sem fer með umboð þarf ekki að vera í viðskiptum við Arion, en þarf þó að vera með netbanka hjá Arion.
Viðkomandi getur stofnað aðgang með því að skrá sig inn í netbankann eða Arion appið með rafrænum skilríkjum.
Hvar get ég séð reikninga barna minna?
Þú getur fylgst með reikningum barna þinna í Arion appinu þar til þau verða 18 ára. Þú einfaldlega opnar appið og smellir á Meira > Fjölskyldan.
Þú getur einnig stillt appið þannig að reikningarnir birtist á stöðuskjánum þínum.
Hvað ef foreldri vill hafa millifærsluaðgang að reikningum barns?
Foreldrar þurfa að hafa samband við þjónustuver Arion eða mæta í útibú til að virkja millifærsluaðgang. Aðeins er hægt að stofna millifærsluaðgang hjá börnum sem eru 15 ára eða yngri.
Þegar forráðamaður óskar eftir millifærsluaðgangi þurfa báðir forráðamenn að skrifa undir eyðublað.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".