Viltu deila ábyrgðinni?

Þú getur með einföldum hætti veitt öðrum umboð yfir reikningum, kortum, lánum og fleiru. Athugaðu að aðilar sem fara með umboð þurfa að vera orðnir 18 ára, og þar með fjárráða.

Ferlið er einfalt og þægilegt og fer fram í gegnum netbankann. Þú einfaldlega velur Stillingar > Umboð > Veita nýjum aðila umboð. Þar getur þú einnig stillt hvers konar umboð þú veitir. Þegar þú hefur valið þá leið sem hentar þér skrifar þú undir með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu – og allt er klappað og klárt!

Innskráning í netbanka Arion
 

Hvaða leið hentar þér?

Þú getur valið um að veita þrjár mismunandi tegundir umboða.

Skoða

Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur á völdum reikningum – hvort sem er í netbanka eða appi. Hann getur einnig skoðað yfirlit yfir aðrar þjónustur sem hann fer með umboð yfir.

Skoða og millifæra

Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur, auk þess að millifæra af völdum reikningum – hvort sem er í netbanka eða appi. Hann getur einnig skoðað yfirlit yfir aðrar þjónustur sem hann fer með umboð yfir.

Skoða, millifæra og stofna

Aðilinn getur skoðað stöðu og færslur á völdum reikningum og önnur yfirlit – annaðhvort í netbanka eða appi. Þar að auki getur hann tekið út fjármuni í útibúum, stofnað auka debetkort og ráðstafað fjárhæðum á reikningum.

Þú getur einnig veitt umboð fyrir aðrar þjónustur. Athugaðu þó að aðeins er hægt að veita skoðunaraðgang fyrir eftirfarandi:

  • Rafræn skjöl
  • Ógreidda reikninga
  • Skattayfirlit
  • Kreditkort
  • Lán

Svona virkar þetta

Hér finnur þú ítarlegar leiðbeiningar fyrir umboðsferlið, bæði á íslensku og ensku.

Leiðbeiningar fyrir umboðsferli í Netbanka Arion

Instructions Power of Attorney

Fjölskyldan er í Arion appinu

Þú getur haft yfirsýn yfir reikninga barna þinna í Arion appinu fram að 18 ára aldri. Þar getur þú séð sparnað þeirra vaxa auk þess að fylgjast með færslum á debetkortum og öðru slíku.

Ef þú hefur umboð getur þú einnig séð yfirlit yfir vörur maka þíns.

Spurt og svarað