Fjölskyldan er í Arion appinu
Í Arion appinu getur þú séð reikninga barna þinna þannig fylgst með sparnaði þeirra vaxa. Í appinu má einnig nálgast yfirlit yfir vörur maka ef búið er að veita viðeigandi umboð.
Reglulegur sparnaður
á Framtíðarreikningi
Framtíðarreikningur er góður verðtryggður reikningur sem ber hæstu innlánsvexti hverju sinni.
Reikningurinn er bundinn til 18 ára og tilvalinn fyrir reglulegan sparnað.
Ef þú vilt stofna Framtíðarreikning fyrir barn bjóðum við þér að koma í útibú okkar eða að hafa samband í síma 444 7000.
Debetkort fyrir 9 ára og eldri
Það getur verið hentugt að millifæra á debetkort í appinu eða netbankanum þegar maður er sjaldnast með seðla í vasanum. Ekkert árgjald og engin færslugjöld eru fyrir alla sem eru yngri en 23 ára.
Reglulegur sparnaður
með áskrift í sjóðum
Foreldrar og forráðamenn geta nú stofnað áskrift í sjóðum fyrir börnin sín í Arion appinu og netbanka með einföldum hætti og þar með lagt góðan grunn að framtíð þeirra.
Ferlið er algjörlega rafrænt og þú færð einstaka yfirsýn yfir stöðu eigna og ávöxtun í Arion appinu ásamt því að geta sótt hreyfingaryfirlit hvenær sem þér hentar.
Fyrsta skrefið er að stofna til verðbréfaviðskipta fyrir barnið, hafi það ekki verið gert áður.
Spurt og svarað
Hvernig skrái ég barnið í áskrift?
Hvernig kaupi ég í sjóði fyrir barnið?
Hvernig kaupi ég stök hlutabréf fyrir barnið?
Hvernig er sýn foreldra og umboðshafa?
Hver er sýn barnsins?
Hvað gerist við 18 ára aldur?
Getur barn óskað eftir innlausn?
Hver getur óskað eftir innlausn?
Tengt efni
Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.
Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans. Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.
Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Ísland sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 116/2021, um verðbréfasjóði og rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Stefnir er sjálfstætt starfandi fjármálastofnun sbr. lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Stefnir er dótturfélag Arion banka hf.
Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.