Greiðsluhlé á afborgunum íbúðalána

 

Athugið að ekki er lengur hægt að sækja um greiðsluhlé



Arion banki kemur til móts við þá einstaklinga sem sjá fram á erfiðleika við að standa skil á afborgunum íbúðalána vegna COVID-19. Þessum einstaklingum býðst að gera hlé á afborgunum lánanna í allt að níu mánuði til að auðvelda þeim að takast á við fyrirsjáanlegar áskoranir.

Úrræðið virkar þannig að afborganir íbúðarlána verða frystar í þrjá mánuði, þ.e. áfallnir vextir og verðbætur leggjast við höfuðstól lánsins og mynda nýjan höfuðstól en þegar greiðsla afborgana hefst að nýju verður hver greiðsla á gjalddaga hærri en samkvæmt núverandi endurgreiðsluferli sem nemur hlutfalli af höfuðstólsfærðum vöxtum og einnig vegna færri heildarfjölda afborgana.

Arion banki innheimtir engar þóknanir vegna frystingarinnar aðeins útlagðan kostnað innheimtu opinberra gjalda.Kostnaður við þinglýsingu er kr. 2.500 á hvert þinglýst skjal eða kr. 1.500 á hvert rafrænt þinglýst skjal. Við vinnslu skilmálabreytingar þarf að taka út veðbókarvottorð eignarinnar. Veðbókarvottorð er sótt með rafrænum hætti til sýslumannsembætta og er kostnaður við veðbók kr. 1.055.

Ef þörf er á frekari sveigjanleika er farið yfir málin með hverjum og einum viðskiptavini.

Í ljósi aðstæðna hvetjum við viðskiptavini til þess að nýta rafrænar leiðir til þess að hafa samband við okkur. Vinsamlegast fylltu út formið hérna fyrir neðan og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri. 

Framlenging á greiðsluhléi

Viðskiptavinum sem standa frammi fyrir atvinnumissi, skertum tekjum eða veikindum stendur til boða að framlengja greiðsluhlé á íbúðalánum sínum til allt að 6 mánaða. Hægt er að framlengja núverandi greiðsluhlé um 3 mánuði og verður endurmetið að þeim tíma liðnum ef þörf verður á.

Er nú þegar með greiðsluhlé og óska eftir framlengingu

 

 

Sjálfvirkar greiðslur íbúðalána

Ef lán er í beingreiðslu/sjálfvirkri skuldfærslu 

Lánið verður ekki skuldfært af reikningnum þínum næstu 3 mánuði þar sem greiðsluseðlar verða ekki gefnir út og þú þarft ekkert að aðhafast frekar.

Ef lán er í greiðsluþjónustu í útibúinu

Athugaðu að þú verður að óska eftir því að lækka úttekt í greiðsluþjónustuna. Það er ekki sjálfgefið að hægt verði að lækka hana um jafn háa fjárhæð og venjulega er tekin fyrir afborgun af láninu en það fer eftir því hver staðan á dreifingunni er.

Ef lán er í Netdreifingu

Þú verður að breyta Netdreifingunni sjálf/ur í netbankanum. Athugaðu að fylgjast vel með því að Netdreifingin endi ekki í mínus í lok ársins.

Netdreifing leiðbeiningar

Tímabundnir greiðsluerfiðleikar

Við vitum að í ástandi eins og nú er í samfélaginu geta einhverjir lent í tímabundnum greiðsluerfiðleikum. Því viljum við benda á nokkrar leiðir sem gætu hjálpað til við að greiða úr málunum. 

Dæmi um lausnir