Fjölskyldan er í Arion appinu
Með fjölskyldusýninni geta foreldrar fylgst með reikningum barna sinna, öllum hreyfingum á debetkorti og annarri slíkri virkni. Þar geta foreldrar enn fremur stofnað bæði sparnaðarreikninga (t.d. Framtíðarreikning/Íbúðasparnað) og debetkort fyrir börn sín með fljótlegum og einföldum hætti.
Foreldrar hafa fulla sýn á reikninga barna sinna þangað til börnin ná átján ára aldri og verða fjárráða. Þá hverfur sýn foreldranna.
Til þess að virkja millifærsluaðgang á reikninga barna þarf að hafa samband við þjónustuver. Allir foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skrifa undir úttektarumboð.