Því fleiri þjónustur
– því meiri fríðindi

Við viljum að þú njótir góðs af því að vera í viðskiptum við okkur. Til að sýna vilja okkar í verki kynnum við því til leiks Arion fríðindi.

Þetta er sáraeinfalt, en í stuttu máli virkar þetta þannig að því meira sem þú nýtir þér þjónustu okkar, því meiri fríðinda nýtur þú.

Það er lítið mál að skrá sig til leiks

Þú einfaldlega opnar Arion appið* og fylgir örfáum einföldum skrefum.

Í appinu ertu síðan með góða yfirsýn yfir fríðindi þín og þær þjónustur sem þú ert með hjá okkur ásamt því að sjá hvaða auknu fríðindi standa þér til boða.

Hvað varðar fríðindin er af nógu að taka, þú gætir t.d. fengið hærri endurgreiðslu af tryggingunum þínum, ódýrara kreditkort og betri vexti á sparnaðinn.**

*Til að geta skráð þig til leiks þarftu að vera með útgáfu sem styður Arion fríðindi (iOS 3.59.0 eða hærra og Android 3.50).

**Endurgreiðsluprósenta, afslættir og önnur fríðindi fara eftir því á hvaða stigi þú ert.

Arion fríðindi
– stig fyrir stig

Hér getur þú skoðað mismunandi fríðindi eftir því á hvaða stigi þú ert, ásamt skilyrðunum sem þú þarft að uppfylla.

Ávinningurinn er mikill svo við hvetjum þig til að skrá þig til leiks sem fyrst.

Ungt fólk - 23 ára og yngri
Helstu fríðindi
  • Bláa kortið frítt
  • Frítt árgjald af debetkorti
  • Frí færslugjöld af debetkorti
  • Fjöldi tilboða í Einkaklúbbnum

Nánar um fríðindin og þjónusturnar

Stig 1
Helstu fríðindi
  • 10% endurgreiðsla af árgjaldi kreditkorts
  • 100 fríar debetkortafærslur á ári
  • 5% endurgreiðsla af tryggingum hjá Verði
  • Fjöldi tilboða í Einkaklúbbnum

Nánar um fríðindin og þjónusturnar

Stig 2
Helstu fríðindi
  • 15% endurgreiðsla af árgjaldi kreditkorts
  • 200 fríar debetkortafærslur á ári
  • 5% endurgreiðsla af tryggingum hjá Verði
  • Fjöldi tilboða í Einkaklúbbnum

Nánar um fríðindin og þjónusturnar

Stig 3
Helstu fríðindi
  • 20% endurgreiðsla af árgjaldi kreditkorts
  • Engin gjöld af debetkortafærslum
  • 0,10% aukavextir á völdum sparnaðarreikningum
  • 6% endurgreiðsla af tryggingum hjá Verði

Nánar um fríðindin og þjónusturnar

Premía
Helstu fríðindi
  • 25% endurgreiðsla af árgjaldi kreditkorts
  • Engin gjöld af debetkortafærslum
  • 0,20% aukavextir á völdum sparnaðarreikningum
  • 7% endurgreiðsla af tryggingum hjá Verði

Nánar um fríðindin og þjónusturnar

Átt þú von á endurgreiðslu
af þínum tryggingum?

Ef þú ert í viðskiptum hjá Arion og með tryggingar hjá Verði getur þú fengið endurgreiðslu* af tryggingum þínum með því að vera tjónlaus í 12 mánuði.

*Endurgreiðsluprósenta fer eftir því á hvaða stigi þú ert í Arion fríðindum.

Nánar um Arion endurgreiðslu

Spurt og svarað

Greinar um tengt efni