Að virkja appið
Það er einfalt að setja appið upp og virkja það í símanum.
Fyrst þarf að tryggja að síminn nái netsambandi, við mælum með að tengjast þráðlausu neti þar sem það flýtir fyrir uppsetningu og felur í sér minni kostnað.
*Samkvæmt Maskínu 2024
Okkur finnst að allir eigi að geta notað besta bankaapp á Íslandi. Þess vegna er Arion appið opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og séð reikningana þína. Þægilegri bankaþjónusta fyrir alla.
Við höldum áfram að bæta við Arion appið og nú er fjölskyldan komin í appið.
Við leitum sífellt leiða til að hjálpa einstaklingum að halda utan um fjármálin með einföldum og þægilegum hætti. Nýlega kynntum við til dæmis nýjan fídus í appinu sem heitir Arion fjölskylda og auðveldar fjölskyldum að viðhalda heildarsýn yfir fjármál heimilisins.
Með fjölskyldu-sýninni geta foreldrar fylgst með reikningum barna sinna, öllum hreyfingum á debetkorti og annarri slíkri virkni. Þar geta foreldrar enn fremur stofnað bæði sparnaðarreikninga (t.d. framtíðarreikning) og debetkort fyrir börn sín með fljótlegum og einföldum hætti.
Foreldrar hafa fulla sýn á reikninga barna sinna þangað til börnin ná átján ára aldri og verða fjárráða. Þá hverfur sýn foreldranna.
Til þess að virkja millifærsluaðgang á reikninga barna þarf að hafa samband við þjónustuver. Allir foreldrar/forsjáraðilar þurfa að skrifa undir úttektarumboð.
Athugaðu að undir Fjölskyldan getur þú einnig nálgast yfirlit yfir vörur maka ef búið er að veita viðeigandi umboð. Umboð eru veitt í gegnum netbankann.
Í Arion appinu býðst þér einstök yfirsýn yfir lífeyrissparnaðinn þinn. Ef þú ert ekki með viðbótarlífeyrissparnað hjá Arion banka nú þegar getur þú stofnað hann í appinu með nokkrum smellum.
Í appinu er m.a. hægt að:
Staða á öllum þínum eignum á einum stað, ásamt línuriti sem sýnir ávöxtun og hreyfingaryfirliti. Frá verðbréfasafninu er svo hægt að skoða upplýsingar um valinn sjóð eða hlutabréf og skoða stöðuna lengra aftur í tímann.
Þú þarft að stofna verðbréfasafn (einnig kallað vörslureikningur). Ferlið er einfalt og rafrænt og samanstendur af áreiðanleikakönnun, mati á þekkingu og reynslu og loks stofnun verðbréfasafns. Hægt að hefja viðskipti samdægurs.
Stofna verðbréfasafnTryggingakaup hafa aldrei verið auðveldari í banka appi.
Fáðu tilboð í bíla- og heimilistryggingar hjá tryggingafélaginu Verði í appinu á örfáum sekúndum. Ef þér líst vel á tilboðið klárar þú kaupin með einum smelli.
Þægindin eru í fyrirrúmi fyrir viðskiptavini Arion banka þegar kemur að fjármálum og tryggingum.
Fylgstu með tryggingarvernd þinni hjá Verði í Arion appinu og fáðu yfirsýn yfir tryggingarnar þínar og hvað hver og ein þeirra felur í sér með örfáum smellum.
Þú getur auðveldlega bætt við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast.
Í Arion appinu fá einstaklingar innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt með þægilegri framsetningu á útgjöldum og innborgunum.
Fjármálin þín í Arion appinu gefa þér einstaka yfirsýn yfir stöðuna. Hvar peningarnir eru og í hvað þeir fara.
Tímalína
Á tímalínu færðu einfalda og góða yfirsýn yfir allar þínar færslur. Færslurnar eru flokkaðar sjálfkrafa í yfir og undirflokka. Þannig færð þú yfirsýn yfir fjármál heimilisins á einum og sama stað. Ef þú ert ekki sammála flokkuninni getur þú alltaf breytt um flokk.
Þú getur smellt á aðrar færslur og kafað dýpra í flokka, undirflokka og söluaðila.
Innsýn
Í innsýn öðlast þú einstaka innsýn í fjármálin á einfaldan og skýran hátt. Þú getur kafað dýpra, séð útgjöld í einstaka flokkum og niður á tímabil og hægt er að skoða útgjöldin á myndrænan hátt.
Ekki stuðningur við tæki?
Breyting hefur verið gerð á Arion banka appinu til að koma í veg fyrir að það keyri á tækjum (símum) þar sem búið er að eiga við stýrikerfið. Breytingin er gerð til að auka öryggi appsins og minnka líkur á að spilliforrit geti misnotað aðgang viðskiptavinarins. Í daglegu máli kallast þetta „rootuð“ tæki. Þetta á einnig við tæki sem keyra á
LineageOS.
Ef þú kannast ekki við að hafa átt við stýrikerfið bendum við þér á að hafa samband við söluaðila símtækis eða setja stýrikerfið upp aftur. Í einhverjum tilvikum getur ástæðan einnig verið sú að einstaka spilliforriti hefur verið halað niður og þá í flestum tilfellum af öðrum stöðum en Play Store fyrir Android síma.
Hvar get ég sótt appið?
Þú getur sótt Arion appið í App Store og Google Play Store.
Hvernig get ég tryggt öryggi mitt sem best?
1) Uppfæra stýrikerfið á símanum reglulega. Nauðsynlegt er að passa að setja inn nýjustu útgáfu af stýrikerfinu á símanum reglulega. Með nýjum útgáfum er oft verið að loka fyrir þekkta veikleika og því gott að halda símanum uppfærðum.
2) Uppfæra appið á símanum þegar nýjar útgáfur koma. Reglulega koma nýjar útgáfur af appinu. Þá koma meldingar í símanum sem tilkynna það eins og með önnur forrit sem búið er að setja upp á símanum. Við mælum með að uppfæra appið alltaf þegar það er mögulegt þar sem sífellt er verið að reyna að vera skrefi á undan þeim sem eru að leita að veikleikum í öryggi.
3) PIN númerið á símanum. PIN númerið ver upplýsingar á símanum og tryggir að ef hann fellur í rangar hendur mun það verða mun erfiðara fyrir viðkomandi að komast inn í upplýsingar í símanum.
4) Gæta að PIN númeri og leyninúmeri. Einn liður í örygginu er að vera með gott leyninúmer og PIN og nota sem dæmi ekki 1234. Einnig þarf að passa að óviðkomandi sjái ekki þegar leyninúmerin eru slegin inn.
Hvað ef ég gleymi leyninúmeri?
Eftir 5 tilraunir eru appið sett í upphafsstöðu og öllum upplýsingum notanda eytt út af símanum. Þá þarf einungis að fara í gegnum innskráningarferlið aftur til að byrja upp á nýtt.
Hvað geri ég ef ég týni símanum?
Þá skráir þig inn í netbankann og aftengir símann. Það er gert undir „Stillingar“ > „Snjallsíma forrit“. Þar er listi yfir þá snjallsíma sem tengdir eru við netbankaaðganginn þinn. Til að aftengja er valið „Aftengja tæki“. Við það að aftengja er öllum upplýsingum tengdum appinu eytt næst þegar appið reynir að sækja gögn. Appið er eftir sem áður á símanum en það er ekki lengur tengt viðkomandi notanda.
Einfalt mál er að tengja símann aftur með því að fara í gegnum innskráningarferlið á símanum, en þá þarf að slá inn notandanafn, lykilorð og auðkennisnúmer eða skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Þarf ég netbankaaðgang til að geta notað appið?
Nei, það þarf ekki að vera með aðgang að netbanka til að nota Arion appið. Þú getur skráð þig í viðskipti hjá Arion banka með því að sækja appið og staðfest skráningu með rafrænum skilríkjum.
Hvaða reikningar og kort sjást í appinu?
Appið notar netbankaaðgang og þeir reikningar og kort sem eru aðgengileg í netbankanum eru líka sýnileg í appinu. Undir stillingar er hægt að velja síðan hvað af þessum reikningum og kreditkortum eru sýnileg innan appsins þegar staða og færslur eru skoðaðar.
Hvernig bæti ég við reikningi/korti sem er ekki undir „Stillingum“?
Ef viðkomandi reikningur er ekki undir stillingum er hann ekki heldur skráður í netbankanum. Best er að hafa samband við þjónustuver eða næsta útibú til að tengja hann við netbanka.
Hvernig get ég fengið tilkynningar um ógreidda reikninga í appinu?
Til þess að fá þessa virkni inn þarf að stilla það undir „Meira“- „Stillingar“ og þar undir „Tilkynningar“ að smella á „Ógreiddir reikningar“. Þar er hægt að velja hvort sendar eru tilkynningar um nýjan reikning sem berst eða reikninga sem eru á eindaga.
Appið virkar ekki hjá mér, hvað er líklegasta útskýringin?
Í langflestum tilfellum er það vegna þess að síminn er ekki með netsamband, best er að prófa að fara á netið og athuga hvort internettenging símans sé virk. Ef internettenging er virk og appið virkar ekki má prófa að eyða appinu og sækja það aftur í App Store (iPhone) eða Google Play (Android).
Virkar þetta líka fyrir fyrirtæki?
Já, appið virkar bæði fyrir einstaklingsnotendur og fyrirtækjanotendur.
Nú getur þú haft aðgang að bæði þínum einstaklingsviðskiptum sem og fyrirtækjaviðskiptum í sama appi og skipt á milli eftir hentugleika.
iPhone: Undir “Meira/Stillingar” er smellt á “Innskráður notandi” og þar er valið "Skrá inn nýjan notanda". Þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.
Android: Undir “Meira/Stillingar” er smellt á “Innskráður notandi” og þar er valið "Bæta við notanda". Þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.
Þegar búið er að skrá notandann inn í fyrsta skipti birtist tákn uppi í hægra horni appsins þar sem hægt er með einum smelli að skipta á milli notenda.
Hvað kostar appið?
Appið sjálft er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Ef tengst er í gegnum 4G, 3G eða Edge (s.s. ekki WIFI) þá þarf að greiða símafyrirtækjunum fyrir gagnaflutning. Þetta er sambærilegt við öll önnur öpp á símum sem tengjast vefnum.
Hver er hámarks millifærsla á nýja viðtakendur?
Millifærsla á nýja (óþekkta) aðila má vera samtals 50.000 kr. innan sólarhrings.
Dæmi: Ef millifært er 40.000 kr. á nýjan aðila þarf ekki auðkenningu. Ef önnur millifærsla á nýjan aðila á sér stað innan sama dags t.d. 12.000 kr. þá þarf auka auðkenningu fyrir þá millifærslu því hámarks upphæð innan dagsins er orðin hærri en 50.000 kr.
Athugið að þetta á ekki við ef millifært er á þekktan aðila.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".