Google Wallet™
Google Pay™ er einföld, hröð og örugg greiðsluleið til að borga fyrir vörur og þjónustu með Android tækinu þínu.
Njóttu allra kosta og fríðinda kortanna þinna með því að bæta þeim við Google Wallet beint úr Arion appinu.
Hverjir geta borgað með Google Pay?
Google Pay er í boði fyrir korthafa sem hafa náð 13 ára aldri og eru með Android 5,0 tæki eða hærra með innbyggðri NFC virkni.
Örugg greiðslulausn
Þegar greiðsla með Google Pay er framkvæmd notar Google Wallet sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.
Það er auðvelt að tengja kortin þín
við Google Pay í Arion appinu
- Opnaðu Arion appið og veldu kreditkort eða debetreikning.
- Þegar þú hefur valið kreditkort eða debetreikning ýtir þú á Bæta við Gpay.
- Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti.
- Staðfestu að Google Pay verði aðalgreiðslugátt Android tækisins þegar þú greiðir með símanum.
- Að lokum, til að hafa umsjón með kortunum þínum, þarftu að ná í Google Wallet.
Skráðu kortin þín
beint í gegnum Google Wallet
- Opnaðu Google Wallet í Android tækinu þínu
- Veldu „Add to Wallet“ og bættu kortinu við
- Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti
- Staðfestu að Google Pay verði aðalgreiðslugátt Android tækisins.
Val á sjálfgefnu korti í Google Wallet
- Þegar búið er að bæta kortum við Google Wallet er hægt að velja hvaða kort á að vera sjálfgefið til að borga með Google Pay
- Þú smellir á meira (e. details) neðst á aðalvalmyndinni (e. bottom of the screen) og velur í kjölfarið hvaða kort á að vera sjálfgefið (e. default)
Hvar er hægt að borga með Google Pay?
Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og á vefsíðum.
Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.
Snertilausar greiðslur í verslunum:
- Fyrir snertilausar greiðslur í verslunum er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
- Til að ganga frá greiðslu þarf að aflæsa tæki, staðsetja það nálægt posa og bíða eftir staðfestingu á að greiðsla hafi farið í gegn
Snertilausar greiðslur í öppum og á netinu:
- Fyrir snertilausar greiðslur í öppum og á netinu er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
- Viðkomandi velur að ganga frá kaupum með Google Pay
- Greiðsla er framkvæmd
Snjallúr
Þú getur tengt Arion kortin þín við Google Wallet og borgað með snjallúrinu þínu svo framarlega sem það styður Wear OS útgáfu 2,0 eða hærri og er með NFC virkni. Þetta á ekki við um Garmin og FitBit úr einfaldlega vegna þess að þeir bjóða upp á eigin greiðslulausnir, Garmin Pay og FitBit Pay.
Símaveski Arion appsins hverfur á braut og Google Pay tekur við
Google Pay hefur tekið við af símaveski Arion appsins. Þeir sem hafa nýtt sér símaveskið þurfa að færa kortin sín yfir í nýju greiðslulausnina ef þeir ætla að halda áfram að greiða með símanum.
Google Wallet og Google Pay eru vörumerki Google LLC.
Spurt og svarað
Hvað er Google Wallet?
Google Wallet er stafrænt veski sem geymir kredit- og debetkortin þín á öruggan hátt.
Hver er munurinn á Google Wallet og Google Pay?
Þú geymir kortin þín í Google Wallet en borgar með Google Pay.
Hvernig staðfesti ég færslu með Google Pay?
Þú staðfestir færslu með öryggisnúmeri, fingrafaraskanna, andlitsskanna eða snjallúri.
Þarf að staðfesta færslur sem eru lægri en kr. 7.500?
Þegar þú ætlar að borga fyrir eitthvað sem kostar kr. 7.500 eða minna þá er nóg að vekja tækið og beina því að posanum til að ganga frá kaupunum. Þó er einungis hægt að framkvæma þrjár slíkar færslur í röð, eftir það þarftu að staðfesta greiðslu með öryggisnúmeri, fingrafaraskanna, andlitsskanna eða snjallúri.
Ef tækið þitt er með nýjustu útgáfuna af Android* getur þú breytt þessu með því að gera eftirfarandi:
- Fara í Settings í símanum
- Smella á Connected devices > Connection preferences > NFC
- Kveikja á Require device unlock for NFC
*Stýrikerfisútgáfa þarf að vera Android 12 eða hærra.
Hvar er hægt að nota Google Pay?
Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og (er eða á ytri vef) á vefsíðum sem merktar eru með Google Pay merkinu.
Hvar get ég sótt Google Wallet?
Þú getur náð í Google Wallet í gegnum Play Store í Android tækinu þínu.
Hvernig tæki þarf ég til að geta borgað með Google Pay?
Tækið þarf að vera Android 5,0 eða hærra með innbyggða NFC virkni.
Hvaða kort get ég tengt við Google Wallet?
Þú getur bætt öllum debet-, kredit- og gjafakortum Arion banka við Google Wallet.
Get ég tengt fyrirtækjakort í Google Wallet?
Já.
Hversu öruggt er að borga með Google Pay?
Þegar greiðsla með Google Pay er framkvæmd notar Google Wallet sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.
Hvað kostar að nota Google Wallet og Google Pay?
Það kostar ekkert að nota Google Wallet né Google Pay. Færslugjöld eru þau sömu og ef þú myndir nota kortaplastið þitt út í búð.
Þarf ég að vera tengdur við netið til að geta borgað með Google Pay í verslunum?
Nei. Google Pay þarf aðeins að ná tengingu við posa sem styður við snertilausar greiðslur.
Get ég borgað með Google Pay erlendis?
Já. Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og á netinu.
Ef ég týni Android tækinu mínu þarf ég þá að loka kortunum mínum?
Kreditkort:
Við mælum með að þú frystir kreditkortið þitt í Arion appinu og hafir síðan samband við okkur og við aðstoðum þig við að eyða út sýndarnúmeri (e. token) sem stofnað var á tækið.Debetkort:
Þú getur ekki fryst debetkort í Arion appinu og mælum við því með að þú hafir samband við okkur sem fyrst.Til að loka kredit- og debetkortum þarf að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 444 7000, og utan opnunartíma (09:00 til 16:00) að velja þá „4“ í símsvara.
Ég get ekki tengt kortin mín við Google Wallet – hvað getur verið að?
Fyrst og fremst þarf að passa að tækið sé Android 5,0 eða hærra með innbyggða NFC virkni. Einnig þarf korthafi að hafa náð 13 ára aldri.
Þú getur síðan alltaf haft samband við okkur á netspjalli á arionbanki.is, í tölvupósti arionbanki@arionbanki.is eða í síma 444 7000 og við reynum að aðstoða þig.
Hvernig fjarlægi ég Google Wallet úr símanum?
Það getur verið mismunandi eftir söluaðila, þ.e. hvar tækið var keypt, hvort hægt sé að eyða Google Wallet úr tækinu eða ekki:
- Ef búið var að setja upp Google Wallet þegar tækið var keypt er líklegast ekki hægt að eyða því
- Ef ekki var búið að setja upp Google Wallet þegar tækið var keypt er líklegast hægt að eyða því
Fæ ég fríðindin mín ef ég borga með Google Pay?
Já. Öll fríðindi sem fylgja kortinu, t.d. vildarpunktar, ávinnast þegar þú borgar með Google Pay.
Hversu mörg kort get ég tengt við símann (hvert tæki)?
Það er ekkert hámark á því.
Get ég skoðað yfirlit í Google Wallet?
Þú getur alltaf skoðað nýjustu færslurnar í Google Wallet appinu.
Ef ég tapa símanum mínum eða kaupi mér nýjan, færast kortin mín á milli síma sjálfkrafa?
Nei. Þú þarft að virkja kortin aftur í Google Wallet í nýja tækinu þínu. Hvert tæki fær úthlutað sérstöku sýndarnúmeri (e. token) sem gildir aðeins fyrir viðkomandi tæki.
Get ég verið með kort frá öðrum bönkum en Arion í Google Wallet?
Já, það er hægt. Útgefandi kortsins þarf samt sem áður að styðja við Google Wallet.
Ef ég eyði korti úr Google Wallet get ég skráð það aftur?
Já. Það er alltaf hægt að skrá kort aftur í Google Wallet.
Hversu háa upphæð er hægt að greiða með Google Pay?
Engin takmörk eru á upphæð önnur en ráðstöfunarfjárhæð kortsins/reikningsins sem þú ert með. Þó gilda ákveðnar takmarkanir út frá áhættustýringu rétt eins og á kortinu sjálfu.