Google Wallet

Google Pay er einföld, hröð og örugg greiðsluleið til að borga fyrir vörur og þjónustu með Android tækinu þínu.

Njóttu allra kosta og fríðinda kortanna þinna með því að bæta þeim við Google Wallet beint úr Arion appinu.

Sækja Google Wallet appið

Hverjir geta borgað með Google Pay?

Google Pay er í boði fyrir korthafa sem hafa náð 13 ára aldri og eru með Android 5,0 tæki eða hærra með innbyggðri NFC virkni.

Örugg greiðslulausn

Þegar greiðsla með Google Pay er framkvæmd notar Google Wallet sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Google og því er aldrei deilt með seljandanum. Google Wallet geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.

Það er auðvelt að tengja kortin þín
við Google Pay í Arion appinu 

  1. Opnaðu Arion appið og veldu kreditkort eða debetreikning.
  2. Þegar þú hefur valið kreditkort eða debetreikning ýtir þú á Bæta við Gpay.
  3. Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti.
  4. Staðfestu að Google Pay verði aðalgreiðslugátt Android tækisins þegar þú greiðir með símanum.
  5. Að lokum, til að hafa umsjón með kortunum þínum, þarftu að ná í Google Wallet.

Skráðu kortin þín
beint í gegnum Google Wallet

  1. Opnaðu Google Wallet í Android tækinu þínu
  2. Veldu „Add to Wallet“ og bættu kortinu við
  3. Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti
  4. Staðfestu að Google Pay verði aðalgreiðslugátt Android tækisins.

Val á sjálfgefnu korti í Google Wallet

  • Þegar búið er að bæta kortum við Google Wallet er hægt að velja hvaða kort á að vera sjálfgefið til að borga með Google Pay
  • Þú smellir á meira (e. details) neðst á aðalvalmyndinni (e. bottom of the screen) og velur í kjölfarið hvaða kort á að vera sjálfgefið (e. default)

Hvar er hægt að borga með Google Pay?

Þú getur borgað með Google Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur, bæði innanlands og erlendis, í öppum og á vefsíðum.

Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.

Snertilausar greiðslur í verslunum:

  • Fyrir snertilausar greiðslur í verslunum er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
  • Til að ganga frá greiðslu þarf að aflæsa tæki, staðsetja það nálægt posa og bíða eftir staðfestingu á að greiðsla hafi farið í gegn

Snertilausar greiðslur í öppum og á netinu:

  • Fyrir snertilausar greiðslur í öppum og á netinu er mikilvægt að búið sé að setja upp Google Wallet í Android tækinu og bæta kortum þar við
  • Viðkomandi velur að ganga frá kaupum með Google Pay
  • Greiðsla er framkvæmd

Snjallúr

Þú getur tengt Arion kortin þín við Google Wallet og borgað með snjallúrinu þínu svo framarlega sem það styður Wear OS útgáfu 2,0 eða hærri og er með NFC virkni. Þetta á ekki við um Garmin og FitBit úr einfaldlega vegna þess að þeir bjóða upp á eigin greiðslulausnir, Garmin Pay og FitBit Pay.

Símaveski Arion appsins hverfur á braut og Google Pay tekur við

Google Pay hefur tekið við af símaveski Arion appsins. Þeir sem hafa nýtt sér símaveskið þurfa að færa kortin sín yfir í nýju greiðslulausnina ef þeir ætla að halda áfram að greiða með símanum.

Google Wallet og Google Pay eru vörumerki Google LLC.

Spurt og svarað