Borgaðu með úrinu

Þú getur skráð debet-, kredit-, innkaupa- og gjafakort í Garmin Pay og Google Pay og borgað með úrinu á þægilegan og öruggan hátt.

Þessi greiðslulausn eru einföld og örugg í notkun. Viðskiptavinir, sem nýta sér kosti þessarar lausnar, fá áfram öll þau fríðindi og tilboð sem fylgja kredit- og debetkortum Arion banka og enginn viðbótarkostnaður fylgir því að greiða með Garmin Pay eða Google Pay.

 

Garmin Pay

Til að tengja kort við úr frá Garmin opnar þú Garmin appið (Garmin Connect) í símanum þínum, velur „Garmin Pay“ og velur þér PIN-númer fyrir úrið. Því næst velur þú VISA og slærð inn kortaupplýsingar. Að lokum samþykkir þú skilmála og slærð inn staðfestingarkóða sem þú færð sendan.

Hvernig borga ég með Garmin Pay?
  1. Þú opnar Garmin Pay í úrinu.
  2. Slærð inn PIN-númer sé þess óskað. Aðeins þarf að slá inn PIN-númer einu sinni á sólahring eða eftir hvert skipti þegar úrið er tekið af hendinni.
  3. Þú leggur úrið að posanum eins og um snertilaust kort væri að ræða.

Sjá leiðbeiningarmyndband Garmin

Google Pay tekur við af Fitbit Pay

Frá og með 29. júli 2024 verður ekki lengur hægt að greiða með Fitbit Pay. Í staðinn verður hægt að greiða með Google Pay í þeim Fitbit úrum sem styðja snertilausar greiðslur. Við hvetjum þig til að setja upp Google Wallet í Fitbit appinu þínu ef þú vilt áfram geta greitt með úrinu eftir 29. júlí næstkomandi.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

 

Öryggi

Greiðslur með úrum í gegnum Garmin Pay og Google Pay sem eru tengdar Visa greiðslukorti uppfylla kröfur Visa International um greiðslur með farsíma.

Þegar Visa kort er virkjað fyrir greiðslur með farsíma og úr verður til sýndarnúmer (tóken) sem er notað í stað kortanúmers þegar greiðsla með farsíma er framkvæmd. Raunverulegt kortanúmer er því aldrei notað sem eykur öryggi. Ekki er hægt að virkja Visa kort nema að síminn sé með virkjaða læsingu. Til að greiða með Visa korti þarftu að aflæsa símanum eða úrinu með því að auðkenna þig með persónubundnum öryggisstillingum.

Mikilvægt er að þú gerir nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja að persónubundnir öryggisþættir sem þú notar til að auðkenna þig við innskráningu í símtækið séu ekki aðgengilegir öðrum þar sem þeir eru einnig notaðir til að staðfesta greiðslu.

Spurt og svarað