Borgaðu með Apple Pay
Apple Pay er einföld og örugg leið til að borga í verslunum, í öppum og á netinu með iPhone, Apple Watch, iPad og Mac.* Apple Pay er líka öruggari og hraðvirkari leið til að borga á netinu og í öppum þar sem þú sparar þér að skrá þig og fylla út löng skráningarform. Apple Pay er í boði fyrir korthafa sem hafa náð 13 ára aldri.
Auðveld og örugg greiðsluleið
Þegar greiðsla er framkvæmd notar Apple Pay sértækt númer fyrir tækið þitt og einkvæmt númer fyrir greiðsluna. Kortanúmerið er ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple og því er aldrei deilt með seljandanum. Apple Pay geymir engar upplýsingar um viðskiptin sem hægt er að rekja til þín, sem tryggir öryggi kaupanna.
Borgaðu hraðar og öruggar með kortinu þínu með Apple Pay og njóttu allra kosta og fríðinda Arion kortsins þíns með Apple Pay.
Það er auðvelt að tengja kortin við Apple Pay
Þú getur bætt kortunum þínum við í Apple Pay beint úr Arion appinu.
Áður en þú byrjar skaltu ganga úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna af Arion appinu.
- Opnaðu Arion appið (nauðsynlegt er að vera með nýjustu útgáfuna)
- Veldu kort og ýttu á "Bæta korti í Apple Wallet".
- Fylgdu virkjunarferlinu og samþykktu skilmála.
Þú getur einnig bætt kortinu þínu við í Apple Wallet á símanum þínum.
- Opnaðu Wallet á iPhone.
- Ýttu á plúsmerkið og fylgdu leiðbeiningunum.
- Skráðu kortið þitt annaðhvort handvirkt eða lestu inn kortið með myndavélinni með því að staðsetja það innan rammans sem birtist á skjánum.
- Staðfestu kortið, skilmála og öryggisþætti.
- Þegar kortið hefur verið staðfest smellir þú á Næsta og þú getur nú borgað með Apple Pay.
Apple Watch
Til að tengja kort við Apple Watch opnar þú Apple Watch appið í símanum þínum og velur „Wallet & Apple Pay“ og velur svo „Add Credit or Debet Card“.
Ekki með Arion appið?
Arion appið er opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga, byrjað reglulegan sparnað og sótt um Núlán.
Hvernig borga ég með Apple Pay?
Með andlitsskanna
Til að borga með andlitskanna (Face ID) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum.
Með fingrafaraskanna
Með fingrafaraskanna (Touch ID) heldur þú símanum að posanum með fingur á fingrafaraskanna.
Með Apple Watch
Á Apple Watch tvísmellir þú á hliðarhnappinn og leggur úrið að posanum.
Hvar er hægt að nota Apple Pay?
Þú getur greitt með Apple Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur innanlands sem og erlendis. Apple Pay virkar líka á vefsíðum og í forritum sem merkt eru með Apple Pay.
Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.
Spurt og svarað
Hvaða kort get ég tengt við Apple Pay?
Hvaða debetkort get ég tengt við Apple Pay?
Hvar get ég borgað með Apple Pay?
Hvernig borga ég með Apple Pay?
Hversu öruggt er Apple Pay?
Hvað kostar að nota Apple Pay?
Get ég tengt fyrirtækjakort í Apple Pay?
Þarf ég að vera tengdur við netið til að getað notað Apple Pay í verslunum?
Ef ég týni símanum þarf ég þá að loka kortunum mínum?
Get ég borgað með Apple Pay erlendis?
Ég get ekki tengt kortin mín við Apple Wallet – hvað getur verið að?
Hvernig fjarlægi ég Apple Pay úr símanum mínum?
Ef ég tapa kortinu mínu, þarf ég að loka fyrir kortin í símanum?
Hvernig tengi ég Apple Pay við iPad?
Hverning tengi ég Apple Pay við MacBook Pro með Touch ID?
Fæ ég fríðindin mín ef ég greiði með Apple Pay?
Hversu mörg kort get ég tengt við símann (hvert tæki)?
Hversu mörg tæki get ég tengt við sama kortið?
Get ég séð í Apple Wallet hvar ég hef verslað?
Ef ég tapa símanum mínum eða kaupi mér nýjan, færast kortin mín á milli síma?
Get ég verið með kort frá öðrum en Arion banka í Apple Wallet?
Ef ég eyði korti úr Apple Wallet get ég skráð það aftur?
Hversu háa upphæð er hægt að greiða með Apple Pay?
Ef ég aftengi Apple Watch frá iPhone aftengjast kortin sjálfkrafa?
*Þú finnur lista yfir öll tæki sem styðja Apple Pay á slóðinni support.apple.com/km207105.