Hvað er áreiðanleikakönnun?

Mikilvægur liður í starfsemi okkar er að þekkja viðskiptavini, markmið þeirra og aðstæður. Þannig getum við betur uppfyllt þarfir þeirra og verndað gegn hugsanlegum auðkennisþjófnaði eða annarri misnotkun á þjónustu bankans.

Lögum samkvæmt þurfum við að búa yfir upplýsingum um viðskiptavini okkar til að framkvæma mat á þeim og kanna hversu áreiðanleg viðskipti þeirra eru. Aðgangur að gögnum og upplýsingum frá viðskiptavinum er nauðsynlegur til þess að matið geti farið fram.

Áreiðanleikakönnun er leið okkar til að staðfesta upplýsingar um viðskiptavini. Í rafræna ferlinu staðfestir þú hver þú ert með rafrænum skilríkjum. Þú svarar spurningum um hvernig þú notar þjónustu okkar og staðfestir upplýsingar eins og heimilisfang og símanúmer. Þetta þurfa allir viðskiptavinir okkar að gera reglulega og þú færð tilkynningu í netbanka og appi þegar þú þarft að svara næst.

Að þessu leyti er framlag viðskiptavina órjúfanlegur þáttur í baráttu samfélagsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Smelltu hér til að hefja áreiðanleikakönnun

 

Spurt og svarað