App auðkenning
App auðkenning gerir notendum kleift að auðkenna sig í netbanka og Arion appi með auðkennisnúmeri sem birtist í auðkenningarappi í snjalltækjum. Hvert auðkennisnúmer virkar í 30 sekúndur og að þeim liðnum verður til nýtt númer.
Auðkenningin er óháð símasambandi og ætti því m.a. að henta þeim aðilum sem nota netbankann þar sem ekki er símasamband.
Virkjun App auðkenningar
1. |
Þú sækir auðkenningarapp í App Store eða Google Play Store. Dæmi: Google Authenticator, Microsoft Authenticator. Þessi öpp hafa engan aðgang að upplýsingum um netbankanotendur Arion banka. |
||
2. |
Skráðu þig inn í netbankann og veldu Stillingar > App auðkenning. |
||
3. |
Staðfestu þig með lykilorði eða rafrænum skilríkjum. |
||
4. |
Á skjánum birtist QR kóði og skráningarlykill. Þú getur valið um að skanna QR kóðann í auðkenningarappi eða slá inn skráningarlykilinn. |
||
5. |
Að því loknu birtist auðkennisnúmer netbanka Arion banka í auðkenningarappinu. |
||
6. |
Þú slærð inn auðkennisnúmerið og smellir á Virkja. |
||
7. |
Þá birtist Þú hefur virkjað App auðkenningu og því getur þú notað auðkennisnúmer úr auðkenningarappi við innskráningu og auðkenningu í netbanka og appi Arion banka. |
||
8. |
Þú getur alltaf afvirkjað App auðkenningu netbankans undir Stillingar > App auðkenning. |
Innskráning með App auðkenningu
- Notandanafn slegið inn
- Lykilorð slegið inn
- Auðkenningarapp notað
- Auðkennisnúmer úr auðkenningarappi slegið inn