Greiðum snertilaust
í verslunum
Það er einfalt og þægilegt að nota snertilausar greiðslur, þú getur borgað með kortinu, símanum eða úrinu.
Vöxtur 50+ er sparnaðarreikningur fyrir fólk yfir fimmtugu. Reikningurinn hentar vel fyrir skammtímasparnað, það er enginn binditími og innstæðan er laus hvenær sem er.
Ef þú hefur umboð getur þú séð yfirlit yfir vörur maka þíns í Arion appinu. Þú getur einnig séð reikninga barna þinna og fylgst með sparnaði þeirra vaxa.
Í Arion appinu finnur þú stöðu allra þinna eigna á einum og sama stað, auk línurits sem sýnir ávöxtun og hreyfingaryfirlit.
Út frá verðbréfasafninu er svo hægt að skoða upplýsingar um valinn sjóð eða hlutabréf aftur í tímann.
Ef þú hefur greitt í viðbótarlífeyrissparnað annars staðar, en vilt hafa sparnaðinn þinn á einum og sama stað getur þú sótt um flutning þér að kostnaðarlausu í Arion appinu.
Það er mikilvægt að vera með á nótunum þegar kemur að stöðunni á sparnaðinum sínum, en með þessu fæst góð heildaryfirsýn.
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að útgreiðslu lífeyrissparnaðar. Ef þú ert sjóðfélagi í Lífeyrisauka eða Frjálsa lífeyrissjóðnum getur þú fengið aðstoð hjá lífeyrisráðgjöfum Arion banka.
Við hvetjum þig því til að hafa samband og fara yfir málin. Þú getur bókað fund í gegnum formið hér fyrir neðan, athugaðu að þú þarft að velja Lífeyrisráðgjöf.
Einnig getur þú sótt um útgreiðslu í gegnum Mínar síður sjóðanna.
Fasteignalífeyrir er hentugur fyrir fólk sem skuldar lítið í húsnæðinu sínu, vill njóta lífsins og gera það sem hugurinn girnist.
Lánið er veitt gegn veði í húsnæðinu, en meðan á lánstíma stendur þarf hvorki að greiða afborganir, né vexti af láninu svo höfuðstóll lánsins hækkar. Við lok lánstímans er lánið greitt upp, en einnig kemur til greina að endurfjármagna. Ef fasteignin er seld áður en lánstími rennur út greiðist það upp við söluna. Upphæð láns fer eftir fasteignamati, aldri lánþega og hvort önnur lán séu til staðar.
Þú getur sótt um með því að senda póst á ibudalan@arionbanki.is. Þú getur einnig pantað íbúðalánaráðgjöf í næsta útibúi.
Það geta verið margar ástæður fyrir því að endurfjármagna íbúðalánið.
Ef greiðslugeta hefur aukist getur þú mögulega stytt lánstímann og flýtt fyrir eignamynduninni. Ef greiðslugeta hefur minnkað getur þú hins vegar sótt um lán með lengri líftíma en núverandi lán.
Ef þú ert 67 ára eða eldri færð þú hraðþjónustu þegar þú hringir í þjónustuverið.
Þú einfaldlega hringir í 444 7000 og velur síðan 4.
Þjónusturáðgjafar okkar aðstoða þig við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi er þó um að gera að bóka fund.
Athugaðu að þú greiðir ekki þjónustugjöld í þjónustuveri eða útibúum.
Undanfarið hefur lögreglan varað sérstaklega við svikahröppum sem beita ýmsum brögðum til að hafa fé af fólki.
Við þurfum öll að vera á verði, en til að auðvelda þér leikinn höfum við tekið saman ýmsar gagnlegar upplýsingar.
Það er einfalt og þægilegt að nota snertilausar greiðslur, þú getur borgað með kortinu, símanum eða úrinu.
Með Arion appinu getur þú átt öll helstu bankaviðskipti heima í stofu.
Ef þú ert viðskiptavinur Arion ertu sjálfkrafa meðlimur í Einkaklúbbnum.
Ef þú vilt nýta þér tilboðin þarftu bara að sækja appið.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".