Eftirlaunasjóður FÍA
Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.

Séreign
Sjóðfélögum EFÍA er heimilt að ráðstafa hluta af skylduiðgjaldi í séreign. Iðgjöld sjóðfélaga eru nú að lágmarki 20% af launum en sjóðfélagi getur ákveðið að ráðstafað annaðhvort 4% eða 7,6% í séreignarsjóð að eigin vali. Sé ekkert valið fer allt iðgjaldið í öflun lífeyrisréttinda í samtryggingu.
Sækja þarf skriflega um ráðstöfun í séreign en sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að lækka það hlutfall sem ráðstafað er í séreign, aðeins er hægt að hækka úr 4% í 7,6%.
Í reiknivélinni hér fyrir neðan getur þú sett inn þínar forsendur og áætlað áhrif þess að ráðstafa hluta skylduiðgjalds þíns í séreign.
Séreignarsparnaður
Séreignarsparnaður
Séreignarsparnaður
Séreignarsparnaður
Reikna séreign
Aldur: | ára |
Mánaðarlaun fyrir skatt: | kr. |
Þegar áunnin réttindi: | kr. |
Fæðingarár: |
Útgreiðslur vegna örorku sjóðfélaga ef hluta skylduiðgjalds er ráðstafað í séreign
- Sjóðfélagi á rétt á að fá séreign greidda út með jöfnum mánaðarlegum eða árlegum greiðslum verði hann 10% öryrki eða meira. Við 100% örorku er séreign greidd út á 7 árum en tíminn lengist hlutfallslega við lægri örorkuprósentu.
- Örorkulífeyrisréttindi sjóðfélaga úr samtryggingu verða lægri en ella.
Útgreiðslur vegna andláts sjóðfélaga ef hluta skylduiðgjalds er ráðstafað í séreign
- 2/3 af séreign sjóðfélaga erfast til maka (hafi hinn látni verið giftur við andlát) en 1/3 til barna. Hægt er að óska eftir mánaðarlegum eða árlegum greiðslum auk eingreiðslu.
- Makalífeyrisréttindi úr samtryggingu verða lægri en ella.
Til umhugsunar
Verði sjóðfélagi fyrir örorku eða falli frá áður en hann hefur náð að safna nægjanlegri upphæð í séreign sem kæmi til móts við lægri örorku- og makalífeyrisréttindi þá gæti hann verið verr settur en annars. Vakin er athygli á því að flest tryggingafélög bjóða upp á starfsörorkutryggingar sem gætu brúað bilið.
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Kennitala: 650376-0809
Reikningur: 0329-26-007171
Lífeyrissjóðsnúmer: 180
Símatími kl. 10-15
efia@arionbanki.is
Sími sjóðfélaga: 444-8960
Sími launagreiðenda: 444-6500