Eftirlaunasjóður FÍA

Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, mökum þeirra og börnum lífeyri.

Eignastýring Arion banka hefur annast rekstur og eignastýringu lífeyrissjóðsins frá 2012.

Launagreiðendur

Iðgjöld til EFÍA skulu vera samkvæmt kjarasamningum FÍA, nú að lágmarki 20% af launum sjóðfélaga. Framlag launþega er 4% en framlag launagreiðanda 16%. Sjóðfélaga er heimilt að lækka iðgjald til samtryggingarverndar og verja þannig hluta iðgjaldsins til öflunar lífeyrisréttinda í séreign. EFÍA tekur eingöngu við samtryggingarframlagi og rekur ekki séreignardeild.

Skilvirkasta og þægilegasta leiðin fyrir launagreiðendur, sem hafa ekki aðgang að launakerfi, að senda inn skilagreinar er í gegnum Launagreiðendavef.

Opna launagreiðendavef

Greiðsluupplýsingar

  • Notandanafn og lykilorð: Launagreiðandi velur sjálfur í launakerfi
  • Kennitala: 650376-0809
  • Reikningsnúmer: 329-26-007171
  • Lífeyrissjóðsnúmer: 180
  • IBAN: IS62 0329 2600 7171 6503 7608 09
  • SWIFT: ESJAISRE
  • Gjalddagi: 10. dagur næsta mánaðar eftir launatímabil
  • Eindagi: Síðasti virki dagur næsta mánaðar eftir launatímabil

Þjónusta við launagreiðendur

Sími: 444 6500 og netfang: launagreidendur@arionbanki.is.

Launagreiðendavefur

Býður m.a. upp á nýskráningu skilagreina, afritun eldri skilagreina og innsendingu textaskráa. Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda. Auk þess geta allir launagreiðendur sótt launagreiðendayfirlit og fengið yfirsýn yfir heildarstöðu. Ef annar en launagreiðandi sér um iðgjaldaskil er hægt að veita þeim aðila umboð, sjá nánar hér.

Launakerfi

Krafa myndast í netbanka launagreiðanda. 

Nánar um rafræn skil í gegnum launakerfi inn á skilagrein.is.

Fastar greiðslur

Skilagreinar eru óþarfar þar sem um fastar mánaðarlegar greiðslur er að ræða. Krafa myndast sjálfkrafa í netbanka launagreiðanda. Upplýsa þarf lífeyrissjóðinn um breytingar á launum/reiknuðu endurgjaldi.

RSK og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur ekki staðið skil á neinum skylduiðgjöldum til lífeyrissjóðs fyrir launþega sína síðasta iðgjaldaár. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda öðlast forræði yfir kröfunni en hægt er að óska eftir að EFÍA yfirtaki hana. Frestur til að óska eftir yfirtöku er almennt 1 mánuður frá fyrsta bréfi.

RSK og EFÍA

Á hverju hausti sendir RSK frá sér lista yfir kröfur til EFÍA. Þessar kröfur verða til ef launagreiðandi hefur staðið skil á hluta skylduiðgjalda til EFÍA fyrir launþega sína fyrir síðasta iðgjaldaár. EFÍA öðlast forræði yfir kröfunni.

Eftirlaunasjóður FÍA
Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Kennitala: 650376-0809
Reikningur: 0329-26-007171
Lífeyrissjóðsnúmer: 180
Þjónusta
Símatími kl. 10-15
efia@arionbanki.is
Sími sjóðfélaga: 444-8960
Sími launagreiðenda: 444-6500