Núlán í Arion appinu
Núlán er óverðtryggt lán sem þú getur tekið til allt að fimm ára. Lánið er með jöfnum afborgunum sem þýðir að þú borgar alltaf sömu upphæð af höfuðstól í hverjum mánuði, auk vaxta.
Hver sem er getur sótt um Núlán í Arion appinu. Ferlið er sjálfvirkt og tekur innan við mínútu. Ef lánið er samþykkt er það greitt út samstundis.
Þú færð líka góða yfirsýn yfir stöðu lánsins í Arion appinu og getur valið að greiða lánið hraðar niður ef þannig stendur á.
Hámarks Núlán í Arion appinu er 2,7 milljónir.
Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android