Lögfræði
Sérhönnuð starfslína
- Þjónustuver einstaklinga
- Lögfræðiinnheimta
- Lögfræðiráðgjöf
Um er að ræða 15 mánaða prógramm þar sem framúrskarandi útskriftarnemum gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum innan Arion samstæðunnar. Prógrammið byggir á því að viðkomandi eru í fullu starfi og færast til í starfi á nokkurra mánaða millibili og öðlast þar með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Þátttakendur fá því að vaxa og þróast í starfi í takt við styrkleika og áhugasvið. Hjá Arion starfar öflug liðsheild, þátttakendur koma til með að kynnast starfi sem einkennist af fagmennsku, metnaði og umbótahugsun.
Nemendum gefst tækifæri til að læra af reynslumiklum sérfræðingum og komast í kynni við kraftmikið starfsfólk. Þátttakendum verður úthlutað mentorum og munu njóta leiðsagnar þeirra á meðan prógramminu stendur.
Markmið útskriftarprógrammsins er skapa vegferð fyrir sérfræðinga og leiðtoga framtíðarinnar með því að greiða fyrir aðgengi að tengslaneti, starfsreynslu og þekkingu. Fjölbreyttar starfslínur eru í boði.
Í boði eru annars vegar sérhannaðar starfslínur sem hugsaðar eru fyrir þá sem hafa mótað sér skoðun á við hvað þeir vilja starfa innan fjármálastarfseminnar og hins vegar opin starfslína sem veitir innsýn í margvíslega þætti fjármálaumhverfis.
Markmið með öllum starfslínum er að gefa einstaklingum innsýn í ólík og fjölbreytt störf innan samstæðunnar og að þátttakendur öðlist þekkingu og reynslu sem hjálpar til við að finna það hlutverk sem þau brenna fyrir.
Útskrifarprógramm hvers þátttakanda er hannað út frá áhugasviði hans. Hér má sjá dæmi um útskriftarprógrömm sem gefa innsýn í hvernig prógrammið gæti litið út.
Sérhönnuð starfslína
Sérhönnuð starfslína
Prógramminu er ætlað að höfða til einstaklinga sem eiga eftir að ákveða hvaða stefnu þeir vilja taka eftir útskrift.
Við leitum að einstaklingum sem hafa lokið eða eru að ljúka háskólanámi með framúrskarandi árangri, búa yfir mikilli samskiptahæfni og samsama sig við gildin okkar um að koma hreint fram, finna lausnir og vinna saman.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Lestu um hvernig við notum vafrakökur og hvernig þú getur stjórnað þeim með því að smella á "Stillingar fótspora".