Mannauður

Í Arion starfar þétt liðsheild öflugs starfsfólks.

Við erum stolt af vinnustað okkar og vinnum stöðugt að því að bæta okkar árangur og þjónustu við viðskiptavini.

Starfslok

Stefna um starfslok vegna aldurs

Markmið stefnunnar er að starfsfólk upplifi sveigjanleika og hreinskilni við starfslok og því skiptir máli að þau séu rædd tímanlega. Samkvæmt reglum Arion lætur starfsfólk af störfum við 67 ára aldur.

Aðdragandi starfsloka

Sveigjanleiki við starfslok er ávallt samkomulagsatriði milli starfsfólks og stjórnanda. Tilgangurinn er að styðja starfsfólk í því breytingarferli sem framundan er, eða frá því að vera í fullu starfi yfir í að vera utan vinnu. Þegar ákvörðun um starfslok vegna aldurs liggur fyrir er tekið mið af réttindum og öðrum þáttum úr kjarasamningum, reglum og viðmiðum Arion.

Undirbúningur starfsloka

  • Samtal á milli stjórnanda og starfsmanns þar sem farið er yfir stefnu um starfslok vegna aldurs. Fer fram á því ári sem starfsmaður verður 64 ára, mögulega fyrr ef óskað er eftir því.
  • Starfsfólk fær boð um þátttöku á námskeiði þar sem farið er yfir þau atriði sem tengjast breytingum á lífi einstaklings við það að ljúka störfum.

Arion vill koma til móts við óskir starfsfólks um starfslok, t.d. með breyttu starfshlutfalli eða starfsskyldum síðustu misserin í starfi en taka þarf mið af óskum einstaklings og fyrirtækis.

Frá 65 ára aldri stendur starfsmanni til boða að minnka við sig vinnu eða láta af störfum og fá ígildi launa í sex mánuði. Hægt er að dreifa launum yfir tímabil eða hætta og fá laun í sex mánuði án vinnuframlags. Starfsmaður getur ekki þegið laun frá fyrirtækinu eftir 67 ára aldur.

Við starfslok er haldið kveðjukaffi í samráði við viðkomandi.

Eftir starfslok

Starfsfólk sem lætur af störfum vegna aldurs er boðið til kaffisamsætis með fyrrum samstarfsfélögum.