Mannauðsstefna

Markmið okkar er að halda í og laða að framúrskarandi starfsfólk og efla það í faglegum og persónulegum vexti. Við viljum skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi og styðja við starfsfólk.

Við leggjum áherslu á að skapa jöfn tækifæri sem og árangursdrifna vinnustaðamenningu . Í sameiningu leggjum við okkur fram um að skilja þarfir og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar, því árangur þeirra er okkar árangur.

Rétta fólkið

  • Tryggjum að ráðningar og móttaka nýliða fari fram með faglegum hætti.
  • Tökum vel á móti nýju starfsfólki.
  • Leggjum áherslu á að í hvert starf sé valinn einstaklingur í samræmi við þarfir og stefnu fyrirtækisins hverju sinni.
  • Leggjum metnað í að vanda til viðskilnaðar við starfslok.

Stefna um starfslok vegna aldurs
Starfskjarastefna


Skýr sýn í jafnréttismálum

  • Virðum mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi og leggjum áherslu á jöfn tækifæri.
  • Vinnum eftir jafnlaunastefnu til að tryggja jöfn kjör fyrir jafn verðmæt störf og gagnsæi í launaákvörðunum.

Jafnréttis- og mannréttindastefna
Jafnlaunastefna


Öflug forysta

  • Hjá okkur starfa öflugir stjórnendur með skýra framtíðarsýn.
  • Áhersla á uppbyggilega þjálfun og stuðning við stjórnendur.
  • Stjórnendur ganga fram með góðu fordæmi og eru hvetjandi.
  • Stjórnendur veita reglulega og uppbyggilega endurgjöf til starfsfólks.

Stöðug þróun og fræðsla

  • Leggjum áherslu á fjölbreytta fræðslu til þess að efla færni og þekkingu starfsfólks.
  • Veitum tækifæri til starfsþróunar með nýjum áskorunum, aukinni ábyrgð og krefjandi verkefnum.
  • Hvetjum starfsfólk til þess að sýna frumkvæði og metnað til þess að þróast í starfi og taka ábyrgð á eigin þekkingu.

Fræðslustefna


Ánægja, líðan og samskipti

  • Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi er aldrei liðið. Það er á allra ábyrgð að koma í veg fyrir slíkt.
  • Leitumst við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi.
  • Leggjum metnað í að viðhalda góðum starfsanda og starfsánægju.
  • Stuðlum að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Bjóðum starfsfólki upp á eftirsóknarvert starfsumhverfi og sveigjanleika í starfi.

Heilsu- og öryggisstefna
Fjarvinnustefna
Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi (EKKO)


Árangursdrifin menning

  • Vinnum saman að því að ná árangri í þeim verkefnum sem okkur eru falin og hrósum þegar vel tekst til.
  • Tileinkum okkur markmiðasetningu og mælingar á árangri og tengjum við starfskjarastefnu.
  • Leggjum okkur fram um að finna lausnir með skilvirku vinnuumhverfi og umbótamenningu með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi.
  • Leggjum áherslu á að miðla og deila þekkingu og upplýsingum til samstarfsfólks.

Til að framfylgja mannauðsstefnu og meta árangur í mannauðsmálum eru notuð ýmis mælitæki svo sem innri kannanir, samtöl, vinnustaðagreining, stjórnendamat, mælingar á starfsmannaveltu, mælingar á fjarveru, ráðningatölfræði, jafnréttistölfræði o.fl.

Í mannauðsstefnunni er tilvísun í starfskjarastefnu, sem er samþykkt á aðalfundi skv. tillögu stjórnar, auk þess sem vísað er í undirstefnur þar sem frekari útfærsla lykilþátta er skilgreind. Mannauðsstefnan er endurskoðuð árlega og samþykkt af stjórn. Undirstefnur mannauðsstefnunnar eru á ábyrgð mannauðs, uppfærðar eftir þörfum og er starfskjaranefnd stjórnar upplýst um breytingar sem gerðar eru eftir því sem við á.