Fjarvinnustefna
Við bjóðum starfsfólki upp á fjölbreytt starfsumhverfi og sveigjanleika í takt við breytta tíma. Verkefni starfsfólks eru ólík og aðstæður heima við líka.
Í einhverjum tilvikum hentar starfsfólki betur að vinna heima. Við viljum koma til móts við þær þarfir og um leið stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Aukin fjarvinna sparar tíma starfsfólks og dregur úr kolefnisspori vegna ferða til og frá vinnu. Markviss nýting fjarvinnu er til hagsbóta fyrir starfsfólk, fyrirtækið og samfélagið í heild.
Með stefnu um fjarvinnu leggur Arion sitt af mörkum til að:
- Auka starfsánægju
- Bjóða upp á fjölbreyttara starfsfumhverfi
- Auka svigrúm til betra vinnunæðis og aukinnar einbeitingar
- Stuðla að auknum sveigjanleika í starfi og betra jafnvægis milli vinnu og einkalífs
- Spara tíma starfsfólks vegna ferða í og úr vinnu
- Draga úr kolefnisspori vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu